Af vegum og vegleysum..

Á síðustu 20 árum eða svo er búið að betrumbæta íslensk vegakerfi í veldisvís.  Það eru um 20 ár síðan ég fékk minn "bleika passa" og ég man það vel hvernig vegirnir voru þá og ef að horft er um öxl þá má eiginlega segja að það sé með ólíkindum hvað er búið að gera mikla bragabót á þjóðvegum Íslendinga.

Samgöngumál og vegamál er eitthvað sem flestir hafa skoðanir á, auðvelt er að mynda sér skoðun um það hvar vegurinn á að liggja og hvaða veg skuli leggja og því er almennt mikið umræða um þessi mál meðal fólks.

Hver kannast t.d. ekki við umræðu um suðurlandsveg, vesturlandsveg, hálendisveg, Svínvetningaleið, Öxi, Fjarðarheiði og alla þá jarðgangaumræðu sem átt hefur sér stað undanfarin ár.??

Flestir sem fylgjast með fjölmiðlum á annað borð, þekkja þetta og í þessari umræðu kom fram hin ýmsu sjónarmið, og hver einn og einasti er fullkomlega sannfærður um það að hann sé sá eini sem þekkir stóra sannleikan í málinu, aðrir sú nú bara eitthvað að misskilja þetta allt saman.

En því miður, þá hefur það fjármagn sem eyrnamerkt hefur verið vegaframkvæmdum, verið notað á pólitískan hátt en ekki faglegan, og því miður þá eru deilur um framkvæmdir fyrst og fremst á pólitískum nótum en ekki faglegum...

Engin samgönguráðherra sem ég man eftir hefur reynt að laga þetta og byggja upp heildarsýn yfir það sem þarf að gera, heildarsýn hefur ekki verið til staðar síðan það var markmið að loka hringveginum og tókst það  árið 1974.  Síðan þá hafa embættismenn og pólitíkusar bitist um fjármagnið á pólitískum nótum.

En skoðum þetta nú aðeins, hvað er ég að tala um í raun??

Ég er að tala um það   að við notum tölfræðina til að hjálpa okkur við að ákveða forgangsröðun á vegabótum, hættum að nota "mér finnst" og "ég er viss um" setningar til að rökstyðja hvar hvernig og hvenær á að framkvæma.

Þessi tölfræði er til, hún er til hjá Umferðarstofu, Vegagerðinni, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, og fleiri opinberum aðilum.  Þessi tölfræði á að snúast um nokkra hluti s.s. Öryggi, Umferðarþunga, Styttingar, Hagkvæmni, vetrareinangrun, og fleira í þessum dúr.  Auðvitað kemur pólitík að spila þarna rullu líka, en vægi hennar á að vera minna en verið hefur.

Vegagerðin heldur skrá yfir slysatíðni ásamt umferðarstofu, einnig er Vegagerðin með mælingar á umferð, þar meta menn kostnað og styttingar og hagkvæmni.

Þessu er öllu skellt saman, og út kemur stuðull eða tala sem gefur ráðamönnum vísbendingu um hvað sér rétt, en eins og áður sagði þá er það jú að lokum pólitíkin sem sker úr um þessi mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband