Það er hlýrra í kvöld..........

.....heldur en var í morgun, alveg heilum 8° á celsíus, sem þýðir að nú er 19 stiga frost.  Reyndar skiptir það okkur ekki svo miklumáli, það er jú víst einhver hiti í umferð í svona týpísku álveri, og ferðin frá vinnustaðnum að hótelinu er stutt og því tekur það fljótt af.  En ef maður þarf að ganga hér um eða labba eftir eins og einum bjór, þá frjósa fljótlega af manni eyrun.....  Og þar sem maður reyndi nú að pakka létt þá er engin húfa eða þykk úlpa með í för, né heldur föðurland eða hlýir skór.

Hef ekki fylgst neitt gríðarlega mikið með fréttum að heiman, mér skilst að það séu vandræði með ráðningu slökkvistjóra í Fjarðabyggð og að bæjarráð hafi falið Guðmundi Sigfúsyni (Mumma) yfirstjórn liðsins í eitt ár til bráðabyrgða.   Mér finnst þetta eiginlega hálf undarlegt í ljósi þess að það hafur verið talað um það margoft í bæjarbatteríinu að það sé heldur mikið á könnu umhverfissviðsins, og þá er lausnin að bæta aðeins meiru við.....  Nú ég ekki skilja, eins og einhverjir hefðu sagt.....

Þó er það ánægjulegt að sjá að vinna við Aðalskipulagið er komin á flug, verst er að missa af því, og einnig er ég frekar svekktur yfir því að missa af Þorrablótinu, sérstaklega þar sem það verður haldið í íþróttahúsinu, eitthvað sem ég vildi gera fyrir 3 árum síðan þegar ég var í nefnd, því að Félagslundur var þá þegar orðin alltof lítill.......  Ég vona bara að það fari vel um sveitunga mína og að þeir skemmti sér vel.

Einnig er eg gríðarlega ánægður með félaga mína hjá Ársól, en þeir standa sig vel strákarnir, langt komnir með að reisa grindina af viðbyggingunni við Þóraðarbúð en það er eitthvað sem ég hefðði viljað taka þátt í.  Maður verður bara að vera þeim mun duglegri þegar heim er komið, það þarf til dæmis að fara í feita fjáröflun til að smíða peninga til að hægt sé að borga herlegheitin.....

Sí jú aránd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Er þetta ekki málið?

http://ec1.images-amazon.com/images/P/B000EHTZFK.01-A3RSR1O32ONL8H._AA280_SCLZZZZZZZ_.jpg 

Jón Ragnarsson, 18.1.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband