Hvernig getur...

Þetta staðist??

Ég lenti í tjóni í fyrra með bílinn minn, sennilega tjón uppá 400Þ er ég þá ekki skyldugur til þess að borga tekjuskatt af því tjóni..????

Þetta er algerlega absúrt, þarna þarf að skoða lög og reglugerðir betur, því að þetta er algerlega óásættanlegt, verði þetta niðurstaða Hæstaréttar einnig.

Ef maður verður fyrir því óláni að þurfa að fá greiddar bætur úr svona tryggingu þá ertu ekki að "græða" eins og menn skyldu kanski ætla, því heilsan verður seint metin til fjár, og því algerlega fáránlegt að skattleggja slíkar greiðslur.

 


mbl.is Sjúkdómabætur skattskyldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Eiður. Þetta er alveg með ólíkindum. Gera má einnig ráð fyrir að þessi veikindi hafi og muni kosta konuna mikla fjármuni og jafnvel tekjuskerðingu í framtíðinni. Alltaf skal höggvið að þeim sem minna mega sín!

siggalar (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Eiður, þett er góður punktur sem þú bendir á í sambandi við bætur fyrir tjón á bíl eða öðru sem er tryggt.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.7.2010 kl. 12:27

3 identicon

Ég held þið ættuð ekki að tala mjög hátt um bætur fyrir tjón á bílum, skattmann gæti heyrt í ykkur og ákveðið að taka til sinna ráða...  legg því til að þessari færslu verði eytt hið snarasta og að ekki verði haft orð á þessu framar 

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:02

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já hann má reyna ég skal glaður taka það fyrir Hæstarétt eða jafnvel til mannréttindadómstóls Evrópu ef þess gerist þörf.

Tjón er tjón og bætur úr tryggingu fyrir tjóni á ekki að skattleggja, líka þegar um heilsutryggingu er að ræða, þarna er brotalöm í löggjöfinni sem þarf að laga, og það strax...

Eiður Ragnarsson, 7.7.2010 kl. 13:13

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það hlýtur þá að koma á móti að "framlög", þ.e.a.s. iðgjöld séu frádráttarbær frá skatti....

Óskar Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 13:15

6 identicon

Sjúkdómabætur eru bætur fyrir tekjutap, ekki verðlaun fyrir veikindi, þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að borga skatt af þeim tekjum eins og þeim sem hún annars hefði unnið sér inn. Ef leigubílstjóri lendir í tjóni með bílinn sinn fær hann tekjumissinn bættan sé hann með réttar tryggingar og borgar svo skatt af þeim tekjum. Það má líta svo á að meðan tekjumissisástandið varir sé þetta fólk á launum hjá tryggingafélaginu. 

Doddi (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 14:20

7 identicon

Doddi; Þetta er sparnaður sem fólk borgar inn mánaðarlega með peningum sem það er þegar búið að borga af skatt. Þetta snýst auk þess ekki bara um tekjumissi því það kostar óhemju að lenda í veikindum. Ég er alla jafna fílhraust en fékk þó krabbamein. Greinigin, meðferðin og eftirfylginin er á þessu ári búin að kosta mig hátt í 200.000 krónur og er árið rétt hálfnað.

siggalar (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 15:13

8 identicon

Tryggingakaup teljast ekki sparnaður. Það má vel vera að það kosti mikið að verða veikur, en þegar verið er að bæta tekjutap þá skiptir það engu máli. Kostnaður ýmiskonar getur vel verið frádráttarbær, en tekjurnar eru skattskyldar.

Hvort sem við erum heilbrigð eða veik þá þurfum við að greiða skatt af tekjum, sé annað ekki tekið fram í lögum. Hvort sem greiðandinn er enskt tryggingafélag eða íslenskt frystihús.

Doddi (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:59

9 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Doddi þú dregur fram ágætis rök og má vel vera að þú hafir eitthvað til þíns máls, en ég er ekki sammála því að það sé sama hvort að enskt tryggingarfélag eða íslnskt frystihús borgar launinn. Það er stirgsmunur á því og sérstaklega felst munurinn í því að þú ert búinn að greið iðngjald inn í tryggingarfélagið enska en ekki frystihúsið íslenska. Þar þarf að koma á móts við fólk, alveg klárlega. Einnig þyrfiti að horfa á tekjumissinn, ertu að lækka í tekjum, er þetta skellur fjárhagslega fyrir þig þrátt fyrir að þú sért með tryggingu?? Þetta þarf líka að vega og meta til að fá sanngjarna niðurstöðu....

Þetta er ekki bara svart og hvítt það er fullt af gráu þara með....

Eiður Ragnarsson, 8.7.2010 kl. 11:39

10 identicon

Hvers vegna ættu veikindadagar greiddir af ensku tryggingafélagi að vera skattfrjálsir frekar en veikindadagar greiddir af íslensku frystihúsi? Ef iðgjaldið á að vera áhrifavaldur, þá má jafnvel segja að launasamningar um lægri laun gegn veikindadögum sé eins konar iðgjald.

Við erum bara komin út á grátt svæði þegar við förum að vega og meta, koma til móts við fólk, sveigja reglurnar eftir eigin geðþótta,  -krabba, skattlaus, -hálsbólga, borga skatt, -krabba en ferlega leiðinlegur, borga skatt o.s. frv. Þá er betra að hafa þetta einfalt og skýrt. Tekjur, borga skatt,-útgjöld frádráttarbær. Skattareglurnar gera ráð fyrir því að hægt sé að sækja um lækkun vegna íþyngjandi aðstæðna og ýmiss kostnaðar. Þannig að hvort tekjur eigi að vera skattfrjálsar eða ekki hefur ekkert með útgjöldin að gera. Skattalega eru þetta sitthvor liðurinn. Og sú leið sem valin hefur verið til að fá sem sanngjörnustu og hlutlausustu niðurstöðu.

Doddi (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband