Veit ekki.............

Hvern andskotan ég á að skrifa......  En þá er kanski best að sleppa því bara.

En... Þetta er eiginlega orðin skylda, svona eins og að vakna á hverjum morgni.... nei kanski ekki alveg en þó....

Helvítis vitleysa er þetta drengur, þú ert greinilega búinn að fá nóg af útlegð......

Hey þarna kom það, ég er farin að sakna:

  • Heimahaganna allverulega.
  • Þess að vera heima hjá fjölskyldunni.
  • Þess að mæta í dósatalningu og kjaftsöguskipti á mánudagskvöldum úti í Þórðarbúð.
  • Þess að fá 4 tegundir af veðri á dag, en ekki bara eina tegund á 2 vikum.
  • Þess að geta ekki talað nema við einn aðila á mínu ástkæra ylhýra nema í gegnum síma.
  • Þess að takast á við hormónaflæði eldri barnana og velvirkni örverpisins.
  • Þess að sofa í mínu eigin rúmi við hliðina á konunni minni.
  • Rífast....... Nei, rökræða við vel valda vini um bæjarmálin í Fjarðabyggð.
  • Þess að blóta verðlagi á áfengi, og flestum öðrum vörum.
  • Þess að hitta gamla settið og heyra í þeim.
  • Jeppans míns og rúnts inná Svínadal.
  • Þess að fara á Kaffi reyk með strákunum og fá mér einn, tvo, þrjá eða fjóra kalda.
  • Og alls hins líka sem ég nenni ekki að setja hér inn....

En þessi námsferð er senn á enda, og leiðin liggur heim á föstudaginn á skerið sem ég elska svo mjög, og það verður ánægjuleg heimkoma það er ég viss um.

Það verður svona á svipuðum nótu og þegar ég kom úr mínum fyrsta víking, en þá lá leið mín um lendur Dana og Norðmanna í blíðskaparveðri, með fyrirtaks ferðafélögum.  Ekki var þetta ferðalag nema ein vika, og ég skemmti mér vel, en það var bara æðislegt að koma með Grænlandsflugi til höfuðstaðar norðurlands og lenda þar í rigningu og 5 stiga hita.....  

Ekki upplifðu ferðafélagar mínir þennan fögnuð og veðrinu var blótað hraustlega af þeim þremur i kór.

En þeim fækkar dögunum.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband