Hmmm...

Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 23,9 milljörðum króna.

Landsbankinn hagnaðist um rúma 14,3 milljarða króna fyrir árið 2009

Afkoma Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta.

Samtals hafa því þessir bankar á sínu fyrsta starfsári hagnast rétt um 50 miljarða...  Og það á einu ári þar sem hálfgert kreppuásttand ríkir.  Það ber einnig að hafa í huga að sá "skellur" sem lendir á fjármaálafyrirtækjum vegna þessara breytinga dreifist á fleiri fyrirtæki en þessi 3.

Ég get ekki séð að það sé stórmál fyrir bankakerfið að taka þetta á sig, ég er nú reyndar engin hafræðingur, en flest þessara lána eru jú ekki til uppgreiðslu á morgun, og því má reikna með að þetta dreifist á ansi mörg ár, jafnvel 30 ár ef húsnæðislánin eru undir.

Nú, 350 milljarðar deilt með 30 eru hvað  ?? Jú það eru 1, 6 á ári..... eða um 2% af hagnaði bankana síðasta ár ef ég hef reiknað þetta rétt...

Ég held að það þurfi ekki hagfræðing til að sjá að það er ekki nauðsynlegt fyrir ríkissjóð að kippa þessu í liðinn, bankarnir þurfa einfaldlega að gera það sama og ég og fjöldi landsmanna hefur þurft að gera, laga til í sínum ranni, spara, sleppa þessu og hinu og þá er ekkert mál fyrir þá að taka á móti þessum dómi með bros á vör.

Fyrir utan það að sjálfsögðu að hafi menn verið fundnir sekir um lögrot þá ber mönnum að hlíta dómi í slíkum málum, ég get ekki vænst þess að viðskiptaráðherra sitji inni 1 ár af þremur fyrir mig væri ég dæmdur fyrir fjárdrátt eða eitthvað þvíumlíkt....

Góðar stundir... 

 


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í stuttu og einföldu máli þá er þessi hagnaður vegna innspýtingar ríkisins í þessa nýju banka til að þeir uppfylli þær kröfur um eigið fé sem lög kveða á um. Annars hefðu bankarnir ekki fengið að starfa. Fari þetta fé í þessi lán þá fer eiginfjár staðan undir lágmark og bankarnir þurfa aftur innspýtingu frá ríkinu. Þetta er ekki hagnaður af almennum rekstri. Ríkið var að gera bankana starfhæfa svo hægt væri að nota þá sem greiðslu til kröfuhafa.

Uppgreiðslutíminn skiptir ekki máli. Þetta er skráð sem eign. Rétt eins og ef ég skulda þér milljón þá átt þú þar milljón hvort sem uppgreiðslutíminn er ár eða þrjátíu ár. En ef skuldin fellur niður í hundrað þúsund þá hefur þú tapað níu hundruð þúsund og til þess að bæta það upp vantar þessi níu hundruð þúsund til að þú standir eins eignalega séð. Bankarnir þurfa að geta sýnt fram á vissa eignalega stöðu til að fá að starfa.

Lögbrot og lögbrot, hvenær drepur maður mann? Hvor er sekur, sá sem seldi skuldabréfið og hefur fengið söluverðið greitt eða sá sem keypti þetta gallaða bréf og situr nú uppi með tapið? Hæstiréttur tók bara á lögmæti gengistryggingarinnar ekki sekt eða sakleysi nokkurs, forsendubrests eða vilja beggja til að hafa lánið verðtryggt þó verðtryggingin sem varð fyrir valinu hafi reynst ólögleg.

Doddi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband