Lög um vexti og verðtryggingu......

Var að fletta í lagasafni Alþingis, er nú ekki löglærður en er nokkuð vel læs, og tel mig geta lesið úr því sem þar stóð, skoðum aðeins lög nr. 38 frá 2001 eða lög um vexti og verðtryggingu...

II. kafli. Almennir vextir. 3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.

Hér kemur fram að vexti skuli greiða eftir samningi venju eða lögum.  Ég er með samning þar sem kveðið er á um vaxtaprósentu, og því uppfyllir minn lánasamningur þetta skylirði. 

í bréfi sínu til fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka íslands segir umboðsmaður Alþingis: 

Af lestri dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 verður ekki annað ráðið en að í þeim lánasamningum sem þar var fjallað um hafi það vaxtaviðmið sem samið var um verið tiltekið og dómarnir lúti eingöngu að úrlausn um gildi ákvæða þessara samninga um verðtryggingu skuldar samkvæmt þeim miðað við gengi.

Ákvæði 18. gr. laga nr. 38/2001 eru í þeim kafla laganna sem fjallar um viðurlög og málsmeðferð og hljóðar eins og áður segir um endurgreiðslu af hálfu kröfuhafa, hér fjármálafyrirtækis, á endurgjaldi ef samningur um „vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu“ telst ógildur. Síðan segir að „[við] ákvörðun endurgreiðslu“ skuli miða við vexti samkvæmt 4. gr. laganna eftir því sem við getur átt.

Með þessu tekur umboðsmaður aðlþingis undir þá túlkun fjölmargra löglæðra einstaklinga að upprunalegir vextir skuli gilda enda séu þeir tilteknir í samningi en gengistrygging tekin út á grundvelli dómi Hæstaréttar.  Ennfremur ætti oftakan að bera dráttarvexti ef ég skil lagatextan rétt, en þá ekki fyrr en mánuði eftir að krafa um skaðabætur er sett fram. 

IV. kafli. Vextir af skaðabótakröfum.

8. gr. Kröfur um skaðabætur skulu bera vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Þeir skulu á hverjum tíma vera jafnháir tveimur þriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. málsl. 4. gr. Sé fjárhæð skaðabótakröfu miðuð við verðlag síðar en hið bótaskylda atvik varð ber krafan þó vexti skv. 1. mgr. frá þeim tíma.

9. gr. Skaðabótakröfur skulu bera dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Dómstólar geta þó, ef sérstaklega stendur á, ákveðið annan upphafstíma dráttarvaxta.

Þannig er þetta nú, reyndar finnst mér lagatextinn ekki vera mjög skýr, ekki frekar en margur slíkur texti.  Þó má vel lesa það þarna út að við skuldarar sem krefjumst þess að samningsvextir haldi séum að fara mað rétt mál.

Þær tvær meginreglur sem ber að hafa í huga við túlkun á lagatextum þ.e. neytenda í hag og að túlka beri lög í þröngasta skilningi þeirra, styðja ennfrekar við þá skoðun mína að þetta mal  sé borðleggjandi. 

Lögin á vef Alþingis:  

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001038.html

Bréf umboðsmanns Alþingis: 

http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1326&Skoda=Mal

Skoði nú hver fyrir sig...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband