Hvað ætli sé að frétta....

Af EURORAP (European road assement program)  ???

Það er búið að vera í gangi hér undanfarin ár, og hafa íslenskir vegir ekki komið vel út, en það er hægt að gefa vegum frá 0 og upp í 5 stjörnur.

Engin íslenskur vegur hefur fengið fleiri en 3 stjörnur að mig minnir og segir það mikið um hversu stutt við erum komin í þróun á umferðaröryggismálum hér á klakanum....

Betur má ef duga skal, og það á greinilega við um öryggi í íslenskum jarðgöngum.

Ég velti því líka fyrir mér fyrst að Hvalfjarðargöng fengu falleinkunn, hvaða einkunn fengju Stráka göng og Ólafsfjarðargöng.??

mínus 5???


mbl.is Unnið að því að bæta öryggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefurðu komið í Oddsskarðsgöng? Það er blindhæð í þeim miðjum! Og engar myndavélar, eldvarnakerfi, en gott ef það er samt ekki einn neyðarsími á leiðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já vissulega hef ég í Oddskarðsgöng komið ég bý á Reyðarfirði og ferðast reglulega yfir Oddskarð í gagnum þá gagnaómynd sem þar er.

Og það hef ég fjallað um ma hér á þessu bloggi....

http://eirag.blog.is/blog/eirag/month/2006/5/

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/10891/#comments

Eiður Ragnarsson, 30.7.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband