Spurning hvaða...

Skilaboð munu koma út úr næstu kosningum??  Ég óttast það mest að kjörsókn hér fari niður fyrir áður þekktar tölur, auðir og ógildir seðlar verði síðan einnig stór hluti þeirra sem að uppúr kössum koma...

Þetta yrði ekki góð staða fyrir okkur, og ekki er staðan núna góð, en hvað ef þessar hrakspár rætast...

Undanfarin misseri hafa farið í bendingar, ekki á þann sem að þér þykir bestur heldur eitthvað annað...

Í tíð stjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknar, var stjórnarandstaðan upptekin af því að benda og pata og það sama virðist vera tekið við núna, það er engin vilji hjá sitjandi ríkisstjórn til að vinna með stjórnarandstöðunni að lausn mála, má segja að það komi vel á vondan því að ekki sá sitjandi ríkisstjórn með Davíð og Haldór í forsvari ástæðu til að ráðfæra sig við einn né neinn jafnvel ekki eigin meðráðherra.

En það á ekki að vea aðalmálið, hvað var gert þá og hvað er gert núna, heldur eiga menn að greina vandamálinn og leysa þau, það er það sem fólk er ráðið til að gera í sinni vinnu, og það eiga þingmenn að gera í sinni vinnu.

Sá missir fljótt vinnuna sem gerir lítið annað í sinni vinnu en að benda á hvað allir eru ómögulegir í kringum sig, frekar eiga menn verða að líta í eigin barm og vinna sig áfram í gegnum vandamálin, eða verkefnin.. 

Ég held að við þurfum að skipta út umtalsverðum fjölda þingmanna ef við eigum aðkomast upp úr þessu fari ásakana og aðgerðarleysis.  Búið er að endurnýja töluvert en greinilega ekki nóg.  Við þurfum fólk sem hefur í sinni vinnu og lífi þurft að takast á við vandamál og hefur ekki getað bent á Jón og Gunnu heldur hefur einfaldlega þurft að leysa þau.... 

Sá yðar sem syndlaus er...... Á ágætlega við hér..

 


mbl.is Vill boða til kosninga strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband