Auðvelt að......

Alhæfa sem svo að allir skuldarar (eða meginþorri þeirra) séu óreyðupésar.  Friðbert lætur í það skína, Pétur Blöndal og margir Vg liðar hafa sagt það sama.

En hvað er málið í reynd??

Skoðum það nú aðeins:

Laun hafa í besta falli staðið í stað, það vitum við samningsbundnar hækkanir hafa jú sennilega á flestum stöðum haldið en alls ekki í takt við verðbólgu eða lánaþróun.

Afborgun af hóflegu láni á íbúðarhúsnæði (ca 20 milljónir) var milli 80 og 90 þúsund.

Afborgun af bílaláni (erlendu ca 2 milljónir) var um 25þ

Nú er staðan sú að afborgun sem var um 115 þ af þessu öllu er í dag um rúmlega 200Þ, plús það að matvælaverð og verð á öllum helstu nauðsynjum heimilis er 30-40% hærra en það var og má þá segja að það hafi farið úr um tæpum 200þ á fimm manna fjölskyldu í meira en 300þ.

Á sama tíma hafa laun hækkað um kanski 4-5% og hefur því engan vegin haldið í við verðlagsþróun og lánaþróun, og hafa ber í huga að hjá ansi mörgum hafa launin staðið algerlega í stað eða hafnvel lækkað.

Því má segja að heildarútgjöld heimilis (þessir liðir) hafi farið úr 320þúsundum í rúm 400 þúsund, og því vandséð hvernig endar eiga ná saman hjá fjölskyldu með þokkalegar meðaltekjur, eða með um 3- 400 útborgað og þar er ekki tekið tillit til hærri skatta.

Inni í þessum tölum eru bara hesltu nauðsynjar engin óþarfi eða bruðl.

Hvernig geta menn haldið því fram að á sama tíma og þessar tölur eru staðreynd að allt hafi verið komið í óefni fyrir hrun hjá fjölmörgum fjölskyldum...

Auðvitað eru dæmi um það að einhverjir hafi verið með lán og afborganir yfir greiðslugetu, en það eru sennilega færri dæmi en fleiri.

Það er því verulega ósanngjarnt að halda þessu blákalt fram að allt hafi verið í óefni þegar fyrir hrun, í það minnsta hjá meginþorra fólks.

Við eigum líka að hafa það í huga að þú eyðir bara í 3 hluti, þ.e. afborganir lána, sparnað og neyslu og flestir fórna sparnaðinum fyrst, draga svo saman í neyslu eins og hægt er og þrautalendingin er að hætta að borga af lánum til að hafa í sig og á.  Flestir þeir sem nú eru komnir í veruleg vandræði eru löngu hættir að spara, neyslan er í algeru lágamarki, en það dugir ekki til til að endar nái saman.

Það er orðið löngu tímabært að stjórnvöld kippi hausnum úr sandinum og fari að gera eitthvað af viti í þessum málefnum heimila í landinu.

Góðar stundir.


mbl.is Skuldarar voru komnir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband