Þvílíkt...

Og annað eins...

Er í annað skiptið á æfinni á ferð um sunnanverða Vestfirði... Og ég segi það enn og aftur, þvílík fegurð... Þessir firðir vestan við Flókalund, eru með því fallegasta sem ég hef séð, og núna í haustlitunum er þetta alveg einstakt....   Ég er nú á Patreksfirði í fyrsta skipti og þar er einnig fallegt þó svo að sunnanverðir firðirnir milli Króksfjarðarnes og Patró séu með því fegursta sem ég hef séð hér á Íslandi....

Ég vona bara að veðrið á morgun verði okkur hliðholt þegar við keyrum norður úr og endum á Hnífsdal og Ísafirði....

Öflugt og gott björgunarsveitastarf hér í gangi sem og annarsstaðar á landinu og ég get ekki annað sagt en að ég sé stoltur af því að fá að vera þáttakandi í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem eru án ef langflottustu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi þó víðar væri leitað....

Sjáumst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eiður.

Ég er einn af þeim sem skrifuðu andsvar á eyjunni við Landsbyggðavæli Páls Ásgeirs.

Mitt andsvar var þurkað út enda nefndi ég stjórnasetu Páls Ásgeirs í Ferðafæelagi Íslands.

Hér er kópía af blogginu frá google: http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:XJ351QhZZV8J:blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/10/07/landsbyggdarvael/+http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/10/07/landsbyggdarvael/%23comments&cd=1&hl=is&ct=clnk

Og hér er bloggið eftir hreinsun: http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/10/07/landsbyggdarvael/#comments

Nokkur önnur komment vor þurkuð út og öll nefndu stjórnarsetu Páls Ásgeirs í Ferðfélagi Íslands. Öll 5 kommentin voru skrifuð undir fullu nafni, en aðeins sést mitt komment í google afritinu. Páll Ásgeir er titlaður fréttamaður, en hann virðist ekki kunna siðareglur fréttamanna.

Mátti ég til með að upplýsa þig um þetta.

Kær kveðja Dagur Bragason s-8940095

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband