Ég veit ekki....

En samanburðartölfræði er alltaf snúinn...  kíkum til dæmis á þetta:

Samkvæmt hagstofunni voru meðallaun karlmanna árið 2009 um 360.000 á mánuði með 43,8 vinnustundir á viku eða u.þ.b. 2055 kr. á tímann.

Konur voru með 293.000 í meðallaun og 34,9 vinnustundir á viku eða 2098 kr. á tímann. 

Það er rúmlega 50% meira atvinnuleysi meðal karlmanna en kvenna og 2/3 ...sem útskrifast úr háskóla eru konur.

Karlar lenda í 76% allra vinnuslysa.

Til hamingju með daginn konur!  

En eins og ég sagði í upphafi, þá er svona samanburðartölfræði ávalt snúinn.... 


mbl.is Konur ganga út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gætir þú komið með hlekk frá þessum tölum frá hagstofu, ég er búinn að vera að glugga þar inni og fæ allt aðrar niðurstöður en þessar.

Hrói (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þá má vera að þetta sé bara einfaldlega ekki rétt, tek það fram að þessar tölur eru ekki unnar af mér, heldur upptiktaðar af veraldarvefnum....

Eiður Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 07:29

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Fór og skoðaði þetta sjálfur, og fékk aðrar niðurstöður.. Tók nokkur ár til að sjá þróunina....

Laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt og kyni 1998-2009
 Meðaltal
Heildarlaun

Fjöldi greiddra stunda

Alls  
2006  
Karlar42446,5
Konur29842,0
2007  
Karlar46646,1
Konur33241,8
2008  
Karlar49846,1
Konur36241,5
2009  
Karlar45444,0
Konur358

41,3

Ég ætl að skoða þetta betru í dag (eða í kvöld) og setja inn það sem ég finn, því að ég held að þessi tilvitnun af netinu sé ekki rétt....

Eiður Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 07:40

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Er búinn að grúska aðeins, og til að byrja með lítur þetta svona út:

ÁrKynHeildarlaunFjöldi greiddra stundaVikukaup.TímakaupMismunur
2006Karlar424.000,0046,50106.000,002.279,57505,76
Konur298.000,0042,0074.500,001.773,81
2007Karlar466.000,0046,10116.500,002.527,11541,47
Konur332.000,0041,8083.000,001.985,65
2008Karlar498.000,0046,10124.500,002.700,65519,93
Konur362.000,0041,5090.500,002.180,72
2009Karlar454.000,0044,00113.500,002.579,55412,48
Konur358.000,0041,3089.500,002.167,07

Á eftir að skoða þetat ennþá betur, en það verður að bíða kvölds.

Eiður Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 08:14

5 identicon

ef að þessi samanburður á að standast þá verður að taka yfirvinnutaxta með í reikninginn.  Það hefur ekkert með kyn að gera að yfirvinna er hærra launuð en dagvinna.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband