Ekki er ég....

Vanur að æsa mig yfir hlutunum og seinþreyttur er ég til vandræða... en nú er eiginlega komið nóg....

Dag eftir dag bylur á landsmönnum óréttlátur áróður um tap banka ríkis og lifeyrissjóðanna ef að rangindin sem hér áttu sér stað rétt eftir hrun verði leiðrétt.

Hér er farið með alrangt mál, tapið er blásið upp og látið líta út fyrir að hér fari allt til fjandans verði einhver eðlileg leiðrétting látin í gegn ganga.

Hvert hefði tap þessara fyrirtækja orðið ef að lánin hefðu ekki verið dæmd ólögleg?? Hversu mörg heimili hefðu farið í þrot vegna kaupa á einum sæmilegum bíl, og hvað hefði þurft að afskrifa mikið??  Sama á við þegar verið er að ræða leiðréttingu á verðtryggðum lánum, kostnaðurinn er alltaf reiknaður í topp, aldrei tekið tillit til tapaðaðra útlána eða niðurfellingar sem bankarnir fengu á lánasöfnin.

Ennþá síður er tekið tillit til áhrifanna á hagkerfið en það er nú svo einfalt að þegar við höfum fé á milli handanna þá gerum við meira, við höldum húsinu okkar við, við verslum meira við stundum frekar tómstundir og svo fram vegis...

Ég skil ekki lengur hvað er að hjá stjórnarliðum og fjölmiðlum, og þó fyrst og fremst fjölmiðlum, því þeir éta allt upp eftir ráðaleysis ríkisstjórninni óbreytt..

Eins og til dæmis eftir að ný nefnd sem skoða átti leiðir til að aðstoða heimilin, þá er draumaleiðin að hækka vaxtabætur og eitthvað smávegis fiffirí... síðan verða tekjuviðmið vaxtabóta hækkaðar og kasjingg... engin fær eitt né neitt....

Ég er eiginlega búin að fá miklu meira en nóg, það er í það minnsta alveg ljóst að enginn hinna háu ráðherra hefur fangið rukkun frá Intrum í gegnum lúguna hjá sér en þar stendur stórum stöfum á umslaginu...

EKKI GERA EKKI NEITT..... 


mbl.is 108 milljarða tap banka vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen og hallelúja.....hversvegna er ekki löngu búið að moka þessum óþjóðalýð útúr bönkunum, lífeyrissjóðunum og alþingi ?????

Hér dugar greinilega ekkert annað en almennileg bylting, uppreisn, hreint og beint valdarán af hendi hins almenna borgara !!!!

Öðru vísi verður aldrei von á breytingum eða réttlæti, ég skil ekki þetta langlundargeð almennings....eftir hverju er verið að bíða ?????

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég veit ekki, ég er nú svo einkennilega innréttaður að ég ætla þessu fólki það ekki að vera illmenni af verstu sort, ég held miklu frekar að þau sjái bara ekki skóginn fyrir trjám, og að þau haldi (ríkisstjórnin og þingmenn sem styðja hana) að það gæti einhver mögulega grætt meira en annar ef farið verður að vinna virkilega í þessum málum.

Ég held að ástandið sé í raun það sama og ef við settum ungabarn í bílstjórasæti, þau vita ekki sitt rjúkandi ráð, en í stað þess að viðurkenna bjargarleysið og eigin vanmátt, (ungabarn veit ekki að það er vanmáttugt og bjargarlaust) þá er einfaldlega ekið yfir allt sem fyrir verður, og því er staðan eins og hún er í dag...

Eiður Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband