Færum Þjóðveginn

Það hafa verið miklar vangaveltur um það hér í fjórðungnum, um það hvar þjóðvegi 1 sá best fyrirkomið, og sitt hefur hverjum sýnst um það.  En ég er þeirrar skoðunar að hann eigi að færast niður á firði um Fáskrúðsfjarðargöng.  En af hverju? Spyrja menn og það er auðvelt að svara því.

Hver er tiligangur hringvegarins? Hvaða hlutverki á hann að gegna?  Það er eðlilegt að þessar spurningar komi upp þegar þessi mál eru reifuð, og ég tel að meginhlutverk hringvegarins sé að tengja landsfjórðungana með öruggum og góðum samgöngum.

Er einhver ósammála því?

Nei ég hélt ekki!!

En hvað er þá málið hér hjá okkur á Austurlandinu?

Jú við erum ekki sammála hvað sé gott og öruggt!!!

Góður og öruggur vegur hlýtur að vera, tvíbreiður með bundnu slitlagi og liggja þannig að ekki séu á honum margir hættulegir kaflar, einnig er töluvert öryggi fólgið í því að leggja vegi þar sem snjólétt er og lítið um illviðri og hálku.  Það má líka skilgreina öryggi samganga út frá því hversu öruggt það sé að vegfarendur komist fra A til B eða jafnvel Ö án þess að ófærð tefji eða hamli för.

Þegar allt þetta hefur verið lagt til grundvallar þá er það engin spurning hvar hringvegurinn á að liggja í okkar fjórðungi, þ.e. um firði í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng.

Þetta er málið.

En svona til fróðleiks þá fylgir hér með smávegis sem ég fann á samgönguvefnum:

Minnt skal á að samkvæmt könnun á vefnum gluggi.net er mikill meirihluti fyrir því að hringvegurinn, þjóðvegur eitt, liggi um Fáskrúðsfjarðargöng.  Þrír valkostir voru í boði í könnuninni, Fáskrúðsfjarðargöng, Öxi og Breiðdalsheiði.

Talsverðar sveiflur voru í kosningunni og framan af var Öxi með örugga forustu. Þegar á leið skiptust Öxi og Fáskrúðsfjarðargöng á að vera í fyrsta sæti og siðarnefnda leiðin varð síðan hlutskörpust.

Athygli vekur að leiðin um Breiðdalsheiði var aldrei inni í myndinni og lauk keppni með 1%. Um 600 manns tóku þátt í könnuninni.

Niðurstaðan er eftirfarandi:
Um Fáskrúðfjarðargöng 63%
Um Öxi 36%
Um Breiðdalsheiði 1%

Það er þá ljóst að flestir Austfirðingar gera sér grein fyrir því hvað er öruggt og gott, eða 63%, en hinir virðast haldnir þeim misskilningi að vegur sem liggur í yfir 500m hæð yfir sjó og er snarbrattur, mjór og kræklóttur sé öruggur og góður.

Þetta fær mann nú til að hugsa ekki satt!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband