Hvað segir...

Samningurinn... ??  

Hann bannar veiðar á og afurðir úr, dýrum sem í útrýmingar hættu eru...

Er langreið í útrýmingarhættu eða hrefnan..?? Spyr sá sem ekki veit...

Ég held að kolmunni sé í meiri útrýmingarhættu heldur en margir hvalastofnar.

Skynsamleg nýting hvalastofna er sjálfsagt mál....


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langreyð er í útrýmingarhættu og því glórulaust að veiða hann. Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Fin_whale

Skömm að því að Íslendingar skuli alltaf leggjast gegn áliti annara þjóða og þykjast vita betur án þess að eiga málefnalega umræðu. Ef Ísland vill tilheyra alþjóðasamfélagi, og þá meina ég almennt séð óháð aðild að ESB, þýðir það að Ísland og Íslendingar geta ekki virt að vettugi skoðanir og álit annara þjóða. Þetta er sjálfsagt tilkomið í þjóðarsálina þar sem að sem eyríki höfum við aldrei átt nágrana líkt og lönd á meginlandi Evrópu en með óhjákvæmilegri hnattvæðingu verðum við að velja hvort við viljum spila með eða ekki. Hefðum við hlustað á utanaðkomandi raddir fyrir hrun væri örugglega öðruvísi fyrir okkur komið en raunin er.

bjarni (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Ráðsi

Veiðum helvítis hvalinn áður en þorskurinn verður í útrýmingarhættu og Hollendingar geta troðið ESB um í ........gatið á sér....

Ráðsi, 17.12.2010 kl. 10:49

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sæll Bjarni

Þetta er fróðleg grein sem þú vitnar í...

Voru ekki veiddar rétt rúmlega hundrað langreiðar hér í fyrra..?? og það er áætlað að í norðurhöfum séu þær nálægt 50.000 dýr, samkvæmt sömu grein og þú vitnar í... Og sumir ganga svo langt að halda því fram að þær séu 100.000 í norðurhöfum..

Við getum virt að vettugi skoðanir annar þjóða sem byggjast á fáfræði og fordómum, varla ætlast þú til þess að slíkar skoðanir séu í hávegum hafðar...eða hvað???

Ekki mæli ég með veiðum á dýrum í útrýmingarhættu, en það er ekki nóg að hlusta á fordómafulla umræðu sem byggð er á ransóknum sem eru 20 ára gamlar...

Eiður Ragnarsson, 17.12.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Allt sem kemur frá wiki-pedia þarf að taka með fyrirvara, allt sem kemur þaðan er langt frá því að vera heilagur sannleikur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.12.2010 kl. 11:17

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Rétt er það að allt sem stendur í Wikipedia þarf að taka með smá fyrirvara, en ef maður kann á wikipedia þá sér maður stundum litlar tölur við hliðina á setningum en það er heimildaskrá.  Við báðar tölurnar um stofnstærð er vísað í heimildir,  sú bjartsýnari með 50-100 þús dýr er haft eftir íslending og birtist í bókinni "On the life history and autecology of North Atlantic rorquals" sem kom út 1995, sú svartsýnari um að langreyðastofninn sé 30 til 50 þús dýr birtist í bókinni/greininni "Stocks of fin whales Balaenoptera physalus L. in the North Atlantic Ocean" sem kom út 1977 og er því eldri.

Þess má geta að ef það er farið í discussions þá má sjá umræður um wikipedia greinina,  en þar á meðal voru áhyggjur yfir að þar voru staðhæfingar um að stofninn væri meiri en 100 þús dýr og það var ekki nein heimild fyrir þeirri tölu.  Þá kom annar notandi og sendi inn þessa athugasemd :

"I've been in the process of trying to replace much of the unsourced and unreferenced information in the article (hence the confusion mentioned below). I'd take any unsourced information in this article with a large grain of salt for the time being until I can run things down. When checking facts, I've come across some widely varying numbers. Neil916 (Talk) 05:23, 23 October 2006"

Og svo ef maður skoðar changelogginn fyrir greinina þá er sami notandi búinn að gera helling af breytingum á greininni við að taka úr staðhæfingar sem hafa ekki heimildir.  Þannig að þú mátt alveg böggast útí að wikipedia sé óáreiðanleg en það er vitnað í heimildir fyrir báðar þessar staðhæfingar svo ég myndi seint telja þær óáreiðanlegar sem slíkar.

American Cetacean society áætlar að stærð Lanrgeyðarstofnsins sé 40 þúsund dýr.

En málið er að þessi stofn þolir alveg að veiddar séu 100-150 dýr á ári í norðurhöfum og það er bara pólitísk rétthugsun að vera á móti þeim við núverandi aðstæður.

Jóhannes H. Laxdal, 17.12.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband