Hvers vegna í ands....

Er ekki búið að breyta þessu.  Viljaleysi ráðamanna, og það á við um alla flokka og alla þingmenn og ráðherra sem setið hafa undanfarinn kjörtímabil á þingi, er algert.

Það er ekki til lýsingarorð sem lýsir því hvað það er heimskulegt að auknar álögur ríkissjóðs, og hækkun á vörum og þjónustu skuli hækka lánið mitt á húskofanum mínum.. Ég er bara svo einfaldur að ég skil þetta ekki.. bara skil þetta ekki...

Ef það á á annað borð að vera verðtrygging á fasteignalánum, þá ættum við í það minnsta að endurskoða hvaða vísitölu við notum, því að neysluvísitalan er ekki það sem við ættum að miða við..  

Verðtryggingin var sennilega hugsuð til að vernda sparifé, lífeyrisinnistæður og ríkissjóð fyrir þeim leiða draug verðbólgunni á sínum tíma. 

Hversvegna er verðtrygging á húsnæðislánum ekki bundin við byggingarvísitölu frekar en neysluvísitölu??  Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort að það sé eitthvað hagkvæmara en það er í það minnsta réttlátara, að tengja verðtrygginguna við kostnað við að byggja samskonar hlut og veðið er í... Eða hvað.. ??

Þetta væri mun eðlilegra, en að tengja þetta við hækkanir á áfengi og bensíni eins og nú er...

Vísitalan endurspegli kostnað við fasteignir, að byggja þær og halda þeim við...

En maður er kominn með upp í kok af þessu.. þetta er orðið ágætt, nú er kominn tími á að slá skjaldborg um eitthvað annað en fjármagnseigendur og banka...

 


mbl.is Lánin upp um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála en það gerist ekki með því að kjósa sjálftökuflokkana sem hugsa einungis um hag ör fárra fjármagnsþófa útrásarinnar það er á hreinu! Rjúfum þing og stokkum upp á nýtt með nýju afli án þess að hafa fjórflokkinn með í spilunum þá fyrst getum við farið að sjá til sólar fyrr ekki!

Sigurður Haraldsson, 3.3.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja.. það er spurning.. ég er nú reyndar félagi í Framsóknarflokknum, og þó að ég sé alls ekki ánægður með allt sem á þeim bæ hefur verið brallað í gegnum tíðina, tel ég að við séum á réttri leið..

En hverjum þykir sinn fugl fagur er það ekki???

Eiður Ragnarsson, 3.3.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband