Hvað eru.........

Ofurlaun...??

Ég tel að þarna þurfi að stíga varlega til jarðar.. Tökum dæmi..

Framleiðslustarfsmaður (verkamaður) í stóru fyrirtæki hér austanlands getur hæglega verið með um 500þ í laun fyrir það að vinna sinn umsamda vinnutíma.  Sami starfsmaður tekur síðan 4 aukavaktir og er þá komin með laun sem eru yfir 600 þúsundum.. Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda eru þetta "hátekjur" og því eru þeir sem leggja á sig aukavinnu til að eiga eitthvað umfram en til hnífs og skeiðar, eru skattlagðir úr hófi fram.. Það er í gangi nú þegar og er óréttlátt.

Sjómenn eru í dag með prýðistekjur, en fyrir mjög mikla vinnu, og heilmikla fjarveru frá sínum nánustu.. Stundum er það einnig svo með þessa starfsstétt að lungað af tekjunum er aflað á tiltölulega stuttum tíma og því eru mánaðarlaun þeirra á vertíðinni ansi há og þeir lenda fyrir vikið í "hátekjuskatti" en hafa síðan litlar sem engar tekjur þegar vertíðinni líkur.... Þessir menn "lána" því ríkinu hluta af sínum launum í ákveðin tíma og fá síðan krónurnar sínar aftur með engum vöxtum í ágúst árið eftir..

Það er engum greiði gerður með þessari aðferðarfræði.. Vissulega má vera hátekjuskattur, en hann á að vera slíkur en ekki aukinn skattur á meðaltekjur eða skattur á duglegt verkafólk sem leggur á sig mikla vinnu við að ná endum saman..

Síðan er það löngu tímabært að ríkið borgi vexti þegar það fær "lánaða" peninga hjá fólkinu í landinu með því að rukka hátekjuskatt af fólki þá mánuði sem tekjurnar eru góðar, en þarf síðan að endurgreiða árið eftir.. Þennan pening gæti fólk notað til að greiða af sínu, en það er erfitt að eiga við það þegar ríkið kippir þessu til sín tímabundið...

En ef við erum að tala um hátekjuskatt þá skulum við tala um hann sem slíkan og höfum í huga að nýframkomin neysluviðmið benda á það að fimm manna fjölskylda þarf að hafa nálægt milljón í tekjur til að hlutirnir hangi þokkalega upp, og þá er varla hægt að kalla það háar tekjur..

Góðar stundir.. 


mbl.is Ofurlaunum mætt með viðeigandi sköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband