Hvað er að frétta...

Af hinu nýja Íslandi...??

Mikið var talað um það í kjölfar hrunsins að hér þyrftu menn að skoða hlutina upp á nýtt, endurskoða og endurskipuleggja stjórnsýslu og samfélag til að gera það mannvænna og betra..

Ekki heyrði ég neinn mótmæla því, þvert á móti held ég að allir eða í það minnsta flestir hvar svo sem þeir voru í sveit settir hafi tekið undir það, í það minnsta í orði.  En hvað er að frétta af þessu umbótum sem Vinstri Grænir og Samfylking hafa gefið sig út fyrir að vera að framkvæma og hafa haldið því mjög á lofti að engin geti gert nema þau, því saga annara flokka bjóði ekki uppá það...

Jú hið nýja Íslandi er svona:

Ráðherrar hins nýja Íslands eru uppfullir af hroka og vandlætingu, þeir stjórna og ekkert gott getur komið frá öðrum en þeim.  Tillögur sem aðrir leggja til eru samstundis slegnar út af borðinu og vilji til samvinnu er lítill sem enginn.  Leyndarhyggjan tröllríður öllu og við höfum dæmi um að mál sem varða framtíð þjóðarinnar á helst ekkert að ræða eða kynna á opinberum vettvangi...

Þeir flokkar sem sitja við stjórnartaumana hafa ekki endurýjað sína forustu, forsvarsmenn þessara flokka eru með krónískt Ragnars Reykás heilkenni þegar rifjað er upp hvað menn og konur sögðu áður en þeir fengu stjórnartaumana..Aldrei hefur orðræðan á Alþingi verið verri, aldrei hefur verið meira um pólitískar ráðningar á svig við reglur ráðaneytanna og svona mætti lengi telja.

Svona eiga hlutirnir ekki að vera og ég er viss um að núverandi handhafar framkvæmdavaldsins tækju undir það með mér þó svo að þau hafi týnt sér á annari braut...

En hvernig á þetta að vera...??

Við höfum séð ummæli Jóhönnu, Steingríms, og fleiri aðila þar sem sannfæring þeirra frá fyrri tíð er tíunduð og er hún þversum við það sem nú er og maður er farinn að fá það á tilfinninguna að aðalmálið sé að halda völdum frekar en að gera gott og bæta samfélagið.

Ég skil þetta ekki ég bara skil þetta ekki.. því ef að þetta er svona þá eru menn í pólitík að alröngum forsendum.. Pólitík á nefnilega að vera eins og sjálfboðavinnan sem þú vinnur.. Hvert sem það er Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Íþróttafélagið eða einhver annar félagsskapur sem þú ert í þá á þetta að virka eins í pólitíkinni... þú ert þarna til að láta gott af þér leiða þú ert þarna til að aðstoða fólk þú ert þarna af einskærum áhuga og þú tekur þau verkefni sem á borð þitt falla og leysir þau í samvinnu við hina sjálfboðaliðana sem eru að gefa sinn tíma af því að þau vilja hlúa að og styrkja starfs síns félags.

Pólitískur fram á að byggjast á hugsjónum,  ekki persónulegum metnaði í stöður eða völd og ef þú ert í atvinnupólitík þá áttu að hugsa á hverjum morgni þegar þú lítur í spegilinn "hvernig get ég látið gott af mér leiða í dag?"

Vissulega munu þeir sem kjörnir eru gera mistök, vissulega munu þeir taka ákvarðanir sem ekki reynast réttar eða góðar, en það er merki um það að við séu mannleg, við gerum mistök en við eigum líka að vera nógu þroskuð til að viðurkenna mistökin og læra af þeim, ekki þræta fyrir þau og endurtaka..

Það á ekki að vera eins að fylgjast með Alþingi og Jerry Springer...

Góðar stundir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband