Það er alveg með...

Ólíkindum, málflutningur jáara um þessar mundir.. Breskir handrukkarar hafa sannfært stjórnvöld SA og jafnvel stærsta stjórnaradnstöðuflokkin um ágæti þess að kúga sig til að greiða skuld sem við eigum ekki að greiða.  Það hafa menn jafnvel tekið svo djúpt í árinni að hér verði allt eins og á steinöld verði ekki samið eða samþykkt það sem liggur á borðinu nú.

Það að hlusta á fromann SA belgja sig út í sjónvarpinu í gærkveldi og halda því fram að samþykkt samningsins væri forsenda þess að semja um kaup og kjör.. Hvaða helvítis bull er þetta.. Þessi samningur gæti kostað okkur meira en 100 milljarða,  yfir 100 milljarða mér er sama hverjar líkurnar eru ef þær eru einhverjar þá segi ég stopp.  Samningar eru málamiðlanir og hér hefur verið staðið illa að verki því áhættan er öll okkar megin, ég spyr t.d. fyrst að þrotabú Landsbankans dugir "líklega" fyrir skuldbindingunum hversvegna er það ekki látið duga sem greiðsla og síðan samið um vexti eingöngu.??

Þá værum við að horfa fram á kannski 20 milljarða í vexti og enga aðra áhættu í þessu máli.. föst tala óbreytanleg og ekki háð gengi heldur á föstu verðlagi og gengi.  Þá myndum við vita hvað við ættum að greiða..

En það er ekki nóg, Bretar vilja að við tökum alla áhættu á því að greiða bæði höfuð stól og vexti.. af hlut sem er ekki okkar í öllum skilningi þess orðs.

Hvað með hryðjuverkalögin sem íslendingar voru beittir, hryðjuverkalögin kostuðu okkur miljarða ef ekki milljarðatugi.. á ekki að bæta okkur það??  Ég hefði haldið að það væri lag að fara með það mál fyrir dómstóla og krefjast bóta, ekki bara vegna þess að það stenst engan vegin að setja heila þjóð í hryðjuverkastraff, og tala nú ekki um ef sú þjóð er í slagtogi með Bretum í hernaðarbandalagi..

Og hvernig í ósköpunum fá menn út að lánshæfismat LÆKKI við það að bæta á sig miljarða tuga skuldbindingum.. ?? Lánshæfismat er eins og greiðslumat, skuldir þínar og tekjur og´önnur útgjöld eru sett á vigt og út kemur það sem þú getur staðið við í auknum afborgunum.. að bæta við sig 40-50 milljörðum hið minnsta getur ekki samkvæmt öllum reglum hagfræðinnar lagað lánshæfismatið.. Það gengur bara ekki upp...

Því hefur verið haldið fram að það sé forsenda þess að inn í landið komi erlent fjármagn til fjárfestinga að samþykkja icesafe.. en það er alrangt, forsendan er afnám gjaldeyrishafta, því að erlendir fjárfestar eru ekki tilbúnir að leggja peninga í íslensk verkefni ef að þeir eiga svo í erfiðleikum með að ná sínum hagnaði til baka vegna hafta í gjaldeyrismálum, og það hefur verið viðurkennt af Seðlabanka Íslands að samningurinn komi til með að lengja höftin í það minnsta til 2015  þannig að við erum að horfa fram a´4 ár í stöðnun í viðbót segjum við já.

Got dæmi um áhættuna sem við erum að taka er t.d. frétt í morgunblaðinu í dag þar sem kemur fram að gengisbreytingar hafa hækkað samningin nú þegar um 15 milljarða.. FIMTÁNÞÚSUNDMILLJÓNIR... Er þetta ekki að opna augu ykkar gottfólk, við höfum í raun enga stjórn á því hvað við greiðum hvorki með þessum samningi né með dómsstóla leiðinni..

Bent hefur verið á að dómstólaleiðin "gæti" kostað okkur hundruði milljarða.. og það má rétt vera, en samningurinn getur einmitt kostað okkur það líka....

Og hversvegna að semja um slík kjör  ég bara spyr...?

Því segi ég NEI við þessum samningi og hvet aðra til að gera slíkt hið sama...


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

TAkk fyrir góðan pistil Eiður.

En hífðu upp bækurnar í sambandi við þessa dómstólaógn.  Hún er engin því lögin eru skýr, Landsbankinn var þar að auki með tryggingu fyrir öllu saman í Bretlandi og því mun enginn dómsstóll taka eitt orð mark á þeim þegar þeir ætla að síðan að senda Íslendingum reikninginn vegna þeirrar tryggingar, sem er fjármögnuð af fjármálafyrirtækjum starfandi á Bretlandseyjum.

Maður óttast ekki ákæru um morð þegar ljóst er að maður hefur aldrei séð fórnarlambið, vissi ekki að það var til, var ekki morðstaðnum heldur hinum megin á landinu, og svo í þokkabót segja nýjustu fréttir að ekkert morð hafi verið framið.

Það skiptir engu þó klók lögga ætli að fá mann til að játa með því að gefa manni helmingsafslátt af meintum dómi, að maður fái 8 ár í stað þess að taka áhættuna af dómsmáli og fá 16 ára dóminn.

Að sjálfsögðu myndi maður halda uppi vörnum, og segja Nei.

Bretar eiga engin vopn önnur en óttann, óttann sem stuðningsmenn þeirra dreifa um byggðir landsins.  Gerum þeim ekki til geðs að taka undir þann ótta með því að telja hann hugsanlegan.

Frjáls maður þarf ekkert að óttast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2011 kl. 08:12

2 identicon

Það sem gengur alveg fram af mér er ég skuli aftur þurfa að segja NEI!

Ég er búin að segja Nei í fyrra og eftir það átti þetta að lenda fyrir hræðilegum dómstólum! Hvað varð um þá hótun??? Jú hún gufaði upp í sk...likt!

Þjóðin er búin að segja Nei einusinni og Nei er Nei!!! Ekki satt

anna (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband