Merkilegt....

Hvað úrræðaleysið er algert í þessum málum... Menn berja sér á brjóst og segja að hér sé allt á betri veg að fara og úrræðin séu næg og góð.
Hvað með þá sem áttu sína útborgun og allt þeirra sparifé er horfið í gin banka og lánasjóða því ekki fá þeir fyrirgreiðslu, jafnvel þó að þeir eigi í erfiðleikum með að borga... "Þú átt of miklar eignir" er svarið sem þetta fólk fær, en eignahlutur þeirra í eigin húsnæði er farin úr 30-40% niður í 10-0%

Eiga þessir einstaklingar engan rétt??

Ég þekki hjón sem greiddu út í sínu húsi 5 milljónir og tóku 18 að láni hjá íbúðalánasjóði. Sparifé sem hafið verið önglað saman í gegnum tíðina og hófleg skuldsetning og að sjálfsögðu stillt af miðað við tekjur.

Nú er staðan sú að 23 milljóna eignin stendur rétt tæplega undir því láni sem tekið var á húsið, en þau eiga ekki rétt á neinum "leiðum" þar sem þau eru ekki "yfirveðsett" að mati sjóðsins....

Það átti að sjálfsögðu að fara í flata niðurfellingu strax í kjölfar hrunsins, á meðan svigrúm var til afskrifta. Nú er svigrúmið ekkert bankarnir eru í eigu kröfuhafa sem vilja hámarka sitt pund og ekki eru þeir að spá í afkomu Jóns og Gunnu á skerinu kalda.

Flöt lækkun skulda uppá 20-25% hefði verið ódýrasta leiðin til að fara, sértæku úræðin hefði síðan komið til viðbótar handa þeim sem sú leið hefði ekki dugað fyrir...

En sú góða hugmynd varð ekki til á réttum stað, ef það kemur ekki frá VG eða Samfylkingu, þá er ekki hægt að nota það..

Helvítis fokking fokk....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband