Hvernig er þetta....

Eiginlega.. Er ekki utanvega akstur bannaður á Íslandi.??

Það var reyndar ekki það sem sló mig mest í þessari frétt að þarna sé verið að aka utanvega, þó að það sé slæmt heldur sú setning sem segir:

"Almennur akstur upp á Skógaheiði er bannaður og aðeins einstaka ferðaþjónustufyrirtæki, vísindamenn, björgunarsveitir og slíkir meiga fara þar um"

Þarna erum við að reka okkur á það sem margir hafa gagnrýnt en það er sú mismunum sem virðist fara vaxandi í umferð okkar um landið.  Sumir meiga en aðrir ekki... Hversvegna??

Ekki vil ég gera lítið úr þörf Björgunarsveita og vísindamanna við að aka um svæði sem eru lokuð og jafnvel við vissar aðstæður utan vega, en ég get á engan hátt skilið hversvegna slóðum og vegum er lokað fyrir almenningi.  Fyrir því eru bara engin rök.

Aðilar sem eiga landið og slóðana geta reyndar lokað á umferð, og þeim er það heimilt samkvæmt lögum, nema að slóðin eða vegurinn hafi fengið fé frá hinu opinbera, eins og t.d. úr fjallvegasjóði eða styrkvegasjóði eða ef veginum er sinnt af vegagerðinni varðandi viðhald og annað slíkt.

Nú veit ég ekki hverslags er með þenna tiltekna veg eða slóða en ef fé frá ríkinu hefur verið eyrnamerkt þessum spotta þá á hann að vera öllum opinn...


mbl.is Telur hættu á að nýr vegur myndist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Þetta er víðar .. og verður svo í framtíðinni

"Almennur gróði á Fjármálamarkaði er bannaður og aðeins einstaka fjármálaþjónustufyrirtæki, vísindamenn, stjórnmálasveitir og slíkir meiga fara þar um"

"Almenn veiði á hafsvæði Íslands er bönnuð og aðeins einstaka fjármálaþjónustufyrirtæki, vísindamenn, stjórnmálasveitir og sérvaldar útgerðir meiga fara þar um"

"Almenn veiði dýra á landssvæði Íslands er bönnuð og aðeins einstaka  vísindamenn,  og sérvaldir nárttúrufræðingar meiga fara þar um" 

GAZZI11, 14.9.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband