Segið svo að ....

Héðinsfjarðargöng séu ekki að skila neinu...

Það má fullljóst vera að hluti af þessari aukningu má rekja beint til þeirra vegabóta sem átt hafa sér stað þarna fyrir norðan.  Kominn þægileg og góð hringleið þar sem áður var botnlangi.

Maður spyr sig hvort ekki sé ástæða til að dusta rykið af gömlum hugmyndum um Samgöng hér fyrir austan, það yrði sennilega mikil lyftistöng fyrir Seyðisfjörð og Neskaupsstað að fá það í gegn, sumartraffíkin myndi aukast verulega ef að mönnum bæri gæfa til þess að koma þeim á koppinn, auk þess sem vetrarlokanir myndu heyra sögunni til.

Einnig væri á veturna samnýting skíðasvlæðanna orðinn raunhæfur valkostur þar sem vegalengd milli þeirra yrði helmingi minni og að stórum hluta innan dyra...

Held að þetta myndi vera eitt af þeim skrefum sem þarf að stíga til að gera Austurland að einu þjónustu og atvinnusvæði, nú eru t.d. milli 15 og 20 manns sem sækja vinnu hingað niður í Fjarðabyggð.

En við erum nú væntanlega ekki að horfa uppá slíkar framkvæmdir á næstunni því miður.


mbl.is Síldarminjasafnið skuldlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband