Já nákvæmlega....

Steingrímur.. þetta er akkúrat málið: 

Þá verði að verja miðstéttina og lágstéttina fyrir aðhaldsaðgerðum. Einnig þurfi að viðhalda kaupmætti þessara stétta til þess að neysla þeirra geti hleypt nýju lífi í hagkerfið. „Gjarnan er horft framhjá þessu á alþjóðavettvangi.“

En hvar eru efndirnar..?

"Hátekjuskattur" sem leggst á millistéttina af fullum þunga og jafnvel lágstéttina..  

Vaxandi atvinnuleysi

Minnkandi kaupmáttur launa

Tökum t.d. hin meinta "hátekjuskatt" 

230þ er fyrsta þrep í því kerfi, (22,9% + útsvar) næsta þrep  er að 474þ (25,8% + útsvar) og allt þar fyrir ofan er skattlag sem nemur 31,8% + útsvar... Er hér um hátekjuskatt að ræða.. ?? Ja maður spyr sig... 

Við skulum hafa í huga að samkvæmt tölum velferðarráðaneytis þarf  305þ rúm til að sjá vísitölufjölskyldu fyrir lágmarksþörfum (grunnviðmið velferðarráðaneytisins) og til að ná því þarf nú bara um 430þ á mánuði í laun fyrir skatta.

Og þetta er án húsnæðiskosnaðar...

Eigum við að bæta honum inní.. ?? leiguverð er misjafnt eftir stöðum en við skulum bara gefa okkur að það sé verið að borga um 120þ í leigu (sem er sennilega nokkuð vel sloppið fyrir fjögurra manna fjölskyldu.. og þá þarf að bæta við um 600 þ í laun miðað við að annar einstaklingurinn sjái fyrir tekjum heimilisins, en það kemur í raun í sama stað niður þar sem að persónuafsláttur nýtist alltaf að fullu...  

Og munið þetta eru grunnviðmið.. í grunnviðmiðum getur þín fjölskylda í raun ekki gert nema brot af því sem telst eðlilegt í nútímasamfélagi.. þar er t.d. reiknað með því að það kosti um 30þ krónur að koma sér á milli staða (reka bíl eða kaupa strætókort).. það er nú nokkuð naumt skammtað þykir mér og almenningssamgöngur stopular víðast hvar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu...

Meðalviðmið reiknað á sömu síðu er um 500þ án húsnæðiskosnaðar.. og það þarf tæpa eina milljón í tekjur til mæta því með húsnæðiskostnaði... 

Og þá ertu sannarlega farin að borga hátekjskatt...  

Til að gæta sanngirnis þá er rétt að taka það fram að ekki eru vaxta og barnabætur reiknaðar inn í þetta, eflaust breytir það myndinni eitthvað og lækkar væntanlega aðeins þær tekjur sem menn þurfa en það er allt launatengt þannig að ég tel að munurinn sé ekki mikill...  

Hvernig er hægt að verja svona lagað og halda því fram að það sé verið að verja hag milli og lágstéttarinnar með þeim aðgerðum sem hafa verið í gangi.. ?? 

Ég gæti það í það minnsta ekki.... 


mbl.is „Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband