Hversvegna....

Eru menn og konur ekki betur meðvituð um það sem það er að tjá sig um í fjölmiðlum.. ?? 

Sannleikurinn er nefnilega sá að hringvegurinn er búinn að vera lokaður meira og minna síðan í nóvemberbyrjun og hefur ekki verið opnaður síðustu 6 vikurnar ef ég man rétt.  Þjóðvegur eitt (Hringvegurinn) liggur nefnilega yfir Breiðdalsheiði, sem er ekki rudd eftir að snjóalög fara að þyngjast að hausti og þar til að þau fara að þynnast að vori..

Þessi ákvörðun um minnkandi ruðning er ein af aðferðum Vegagerðarinnar til að bregðast við minni framlögum, nokkrum vegum sem ekki hafa mikla umferð er kippt út úr snjómokstursáætlunum.

En hvaða vandræðum er þetta að valda??  Svona tilkynning eins og við sjáum hana hér í Morgunblaðinu er til þess fallin að valda misskilningi, margur sem þetta les gerir sér ekki grein fyrir því að Hringvegurinn sé lokaður á einum stað og gæti gengið út frá því sem vísu að yfir Breiðsalsheiði sé fært.  Sá sami keyri síðan sem leið liggur inn Breiðdal og kemst að því aðeins of seint að allt er lokað, jafnvel eftir að hann er lenntur í ógöngum og þarf að leita hjálpar Björgunarsveita.

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík hefur síðustu vetur farið í tugi útkalla inn á Breiðdalsheiði til að sækja fólk af öllum þjóðernum á Yarisum og Pólóum sem er að reyna að brjótast eftir þjóðvegi 1 milli Breiðdals og Héraðs án þess að hafa hugmynd um að vegurinn sé lokaður.

Í þessu þarf að vinna, ætli menn ekki að ryðja þennan veg yfir dimmustu vetrarmánuðina,  þá verður að tryggja það með viðeigandi hætti að ferðamenn séu meðvitaðir um mögulegt ástand vegarins í sínum GPS tækjum og í merkingum við veginn, annað er ekki boðlegt.

Annar vinkill er auðvitað á þessu og ég reikna með að menn séu misjafnlega tilbúnir að taka undir með mér, en sá vinkill snýst um að færa þjóðveg eitt af Breiðdalsheiði og um firði, en þar er (í það minnsta enn sem komið er) vetrarþjónusta alla daga ársins nema jóladag og nýársdag ef ég man rétt.

Munur á vegalengdum um heiðina góðu og fjarðaleiðina er óverulegur og fordæmi fyrir því að vegurinn sem landið hringar sé færður með þessum hætti m.a. til að tryggja að sú þjóðleið sem mest er notuð hafi alvöru þjónustu.  Síðan þarf að tryggja að GPS tæki bílaleigufyrirtækja og einstaklinga fá uppfærslu sem sýnir þessa breytingu.

Þetta er lítið mál að framkvæma, nýverið var slíkt framkvæmt á Norðurlandi, hringvegurinn var færður á einni nóttu án þess að nokkur hafi tekið eftir því og  þess vegna á þetta ekki að vera stórmál hér.

Það er ekki nóg að auglýsa Ísland allt árið og tryggja síðan ekki að þeir sem hingað mæta í góðri trú komist leiðar sinnar eða fái upplýsingar um ástand vega eða geti treyst á það að þjóðvegur 1 (Route one) sé besta mögulega leið...

Góðar stundir.. 


mbl.is Hringvegurinn að mestu auður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Varla meira mál að færa hringveg 1 á Austfjörðum en í Hvalfirði.  Þar á Ríkið ekki þjóðveg 1 á 5 km kafla, Hvalfjarðargöngin,

Ekki ætti að vera meiri kosnaður að breita merkingum og gögnum  á Austfjörðum en í Hvalfirði.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.11.2012 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband