Fundirnir

Jæja nú er allt að gerast, fyrstu tveir fundirnir að baki og næstu þrír framundan.

Ég s.s. veit ekki hverjir komi best út úr þessum tveimur fundum sem eru afstaðnir, en mér fannst okkar hlutur ekki vera slakur.  En útgangspunktar hjá framboðunum eftir fundin á Stöðvarfirði fundust mér vera þessir, dregnir saman í eina setningu:

D- listinn: Kjósið okkur við erum öll sérfræðingar.

F- listinn: Kjósið Smára og þá fylgjum við hin með í kaupbæti.

Á- listinn: Kjósið okkur við erum húmorískir og allt mun verða ókeypis.

B- listinn: Ég býst nú við því að einhverjir aðrir verði að meta okkur í einum svona frasa og ég vænti þess að einhverjir setji það hér inn í athugasemdir.

nóg í bili

Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bé - listinn - Kjósið okkur, og þið tryggið það að áfram verður hjakast í sama gamla farinu

Doddi (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 12:46

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki eitthvað svona Doddi, var það ekki eitthvað eitt sem var útgagnspunkturinn hjá okkur, eitthvað sem skein í gegnum ræðurnar og þau svör sem veitt voru?

Þú getur nú ekki annað en verið mér sammáa um það sem ég skrifaði hér að ofan um það hvað var útgangspunkturinn hjá t.d. F lista eða bara jafnvel hjá ykkur, kynnti Valdimar ekki alla ræðumenn sem sérfræðinga á einhverju sviði? Ja mig minnir það!!

Koma svo drengur og segðu eitthvað vitrænt, ekki bara eitthvað aumt skítaskot...

Eiður Ragnarsson, 18.5.2006 kl. 13:48

3 identicon

hahaha já enda smá grín hjá mér bara....hmm bé-listinn - við höfum reynsluna ekki aðrir..

Doddi (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband