Afmæli

Það eru liðnar nákvæmlega 306.834 klukkustundir frá því að sveitamaðurinn Eiður öskraði á heiminn í fyrsta sinn á heilsugæslustöðinni á Djúpavogi.  Ef ég man rétt þá var það rúmlega 2 að nóttu, þann 26 feb 1972. 

Þið megið að sjálfsögðu ekki misskilja mig, ég leit ekki á klukkuna um leið og úr móðurkviði var skriðið, heldur hef ég þessar upplýsingar frá mér eldra og vitrara fólki sem tók stöðu tímamælis um leið og drengurinn orgaði.

Líklega er ég búinn að sofa 100.000 klst af þessum tæplega 307.000, svon aef að miðað er við eðlilegar svefnvenjur meðal íslendings, en ég held reyndar að ég sé ekki búinn að ná 100.000 klst þar sem ég sef yfirleitt frekar lítið.

Mikið vildi ég gefa fyrir það að geta tekið saman hvað ég hef unnið margar af þessum klukkustundum, en þær upplýsingar á ég ekki fyrirliggjandi nema um 11 ár aftur í tíman, en ég er alveg fullviss um það að þær klukkustundir eru ansi margar, spurning hvort að þær nái 100.000 en það er eitthvað sem væri nú gaman að reikna út.

Það var nú oft ansi langur vinnudagurinn á þeim tíma sem maúr var í slorinu hjá BD en eina vikuna minnist ég þess að yfirvinnutímarnir voru næstum því 80 og þá voru þessir hefðbundnu 40 dagvinnutímar eftir.  Sem sagt í einni viku taldi mín vinna tæplega 120 klukkustundir og þá eru eftir 48 klukkustundir í frítíma sem skiptist á 7 daga eða rétt rúmlega 6 klukkustundir á dag.

En sem betur fer þá er þessu nú ekki svo háttað í dag og slík vinna myndi nú líklega verða manni erfið þegar maúr er rétt við þröskuldin á fjórða tug í árum talið.

Maður er bara alveg að verða fullorðinn.......................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Til HAMINGJU með afmælið gamli

 Vonandi áttir þú góðan dag, þar sem afmælisdagurinn er alltaf merkilegasti dagur ársins, enda þinn dagur!  

 Hvar verður partýið?  

Óttarr Makuch, 26.2.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það verður partý þegar ég verð fluttur í nýtt hús, tímasetning verður auglýst síðar...  En þú ert að sjálfsögðu velkominn...

Eiður Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 00:34

3 identicon

Til hamingju með daginn

Kv. Ingþór

ingþór (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 08:57

4 Smámynd: Helgi Seljan

Áfram Eiður, dududududududu! Til lukku gæskurinn. Heimta afmælisboð í nýja húsinu og ekkert minna. Bið að heilsa í bæinn.

Helgi Seljan, 27.2.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með afmælið

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 08:48

6 identicon

Til Hamingju með daginn þó að nokkrir séu þeir liðnir síðan.        Kveðja úr Vélskólanum

Maggi Kiddason 

Maggi (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:24

7 identicon

Hey til hamingju með afmælið um daginn og nýja húsið

kv

allir á Norðurbrautinni

Bryndís Hólmarsd (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband