"Lífið er það sem gerist þegar þú ert upptekin við að gera aðrar áætlanir"

Þetta textabrot lauslega þýtt af undirrituðum kemur fyrir í lagi eftir John Lennon þar sem hann syngur til sonar síns Sean í laginu Beutyful Boy af plötu sem heitir Double Fantasy sem kom út 1980

Before you cross the street take my hand.
Life is what happens to you while you’re busy making other plans.

Ekki var þó bítillinn fyrrverandi sá sem varpaði þessu spakmæli fram fyrstur heldur er til tilvitnun í teiknimyndapersónu að nafni Steve Roper í blaðinu Reader´s Digest frá því í janúar 1957.  Höfundur þessarar teiknimyndapersónu hét  Allan Saunders átti hann þarna ágæta kollgátu um lífið og tilveruna sett saman í eina hnitmiðaða setningu..

En umfjöllum um orðatiltækið var nú ekki aðalvangavelta dagsins heldur um intak þess.. Við gerum allskonar plön og áætlanir um æfina en hversu mikið af þeim nær fram að ganga??  Ég hef persónulega alltaf dáðst að fólki sem getur gert langtímaplön um sitt líf.. Aldrei hef ég getað það kanski fyrir viku í senn, eða fram að mánaðarmótum.. Segir kanski meira um það hversu skipulagður ég er eða öllu haldur ekki skipulagður..

En hvað um það.. hef s.s. ekki verið neitt að sýta það þó að þau litlu plön sem gerð hafa verið séu með þá tilhneigingu að ganga ekki upp.. held að skipulag sé ekki endilega lykillinn að lífsfyllingu frekar tel ég að uppskriftin sé sú að njóta augnabliksins og upplifa það með sínum kostum og göllum.. Takast á við vandamál með stóískri ró og yfirvegun og muna að alveg sama hversu svartur dagurinn í dag er, þá kemur annar á morgun og annar þar á eftir og fjölmargir eftir það og bróðurpartur þeirra verður framúrskarandi góður eða í það minnsta bærilegir..

Það hefur reynst mér vel að velta mér ekki uppúr neikvæðni og svartsýni, jákvæðni og bjartsýni hefur skilað miklu meiru og ekki bara fyrir mig heldur fyrir okkur öll.. Sjáið t.d. fyrir ykkur vísindamann sem er á barmi þess að uppgvötva nýja hluti eða finna þá upp.. Hversu langt nær hann ef við kvæðið erþetta er ekki hægt eða þetta er ómögulegt.. ? Hann stoppar hann kemst ekki lengra og það verður stöðnun... Ef hann á hinnveginn segir  þetta er hægt eða þetta er mögulegt þá eru honum lítil sem engin takmörk sett.

En megin inntakið átti að vera þetta: Njótum þess góða sem dagurinn í dag hefur uppá að bjóða það er fjölmargt ef vel er að gáð og oft leynist það í hversdaglegum hlutum sem okkur yfirsést vegna þess að við erum upptekin af því að gera plön þegar við ættum að vera upptekin af því að lifa lífinu sem áfram líður, óháð skipulagi eða óreyðu.

Góðar stundir..



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband