Afhverju og hversvegna..?

Hvað fær þig til þess að standa í þessu..?

Var ég eitt sinn spurður af félaga mínun um það áhugamál mitt sem kallast sveitarstjórnarpólitík...

Það varð eitthvað lítið um svör.. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara þessu.. Ekki eru það launin þau eru ekki þess virði að eltast við þetta, ekki er það þakklæti samfélagsins, maður fær venjulega bara að heyra það þegar eitthvað mælist illa fyrir, annars ekkert.  Ekki eru það völd eða áhrif, því að þó vissulega fylgi þessu hlutverki eitthvað slíkt þà er það ekki þess eðlis að um raunveruleg völd sé að ræða, en vissulega einhver áhrif...


Erum við kanski kominn þar að kjarna málsins..? Eru það áhrifin sem ég get haft á okkar samfélag sem er málið..? Hvernig það mótast og breytist, hvernig það lítur ùt..?

Ég get í það minnsta haft meiri áhrif á fundi í nefnd eða bæjarstjórn en á fundi í eldhùskróknum heima, er það ekki? Ég get gefið af mér til þess samfélags sem ég bý í, ekki bara verið "eldhùsgagnrýnir" og þiggjandi og reynt að leggja mitt af mörkum til að móta okkar samfélag til framtíðar og betri vegar.


Nù hljómar þetta kanski óttarlega hrokafullt, "eldhùsgagnrýnir" og allt það, en vonandi verður mér það fyrirgefið.  En það er oft einmitt tilfellið að það er lítið mál að gagnrýna öll mannana verk og öll orka þau tvímælis þá framkvæmd eru, en ef að menn taka ekki þátt þá verður litlu áorkað.


Að taka þátt er lykilatriði og að vera virkur í sínu samfélagi, rýna til gagns og reyna að láta gott af sér leiða.


Stundum gengur það vel, stundum finnst fólki illa að verki staðið, stundum liggur allt ljóst fyrir og málin eru einföld og blátt áfram en stundum eru þau flóknari og kalla á málamiðlanir og samninga, en alltaf eru þau unnin af góðum hug og með það að leiðarljósi að ná sem bestri niðurstöðu fyrir sem flesta.


Nù taka ég bara fyrir mig en þetta er sennilega það sem fær mann til að gefa kost á sér aftur og aftur til þeirra trùnaðarstarfa sem sveitarstjórnarmálin eru..


Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og takk fyrir að nenna þessu fyrir okkur hin

 Kveðja.

B.A. 

Björn Anton Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband