Rugl og bull.........

Ég var að hlusta á útvarpið áðan og enn og aftur var Vilhjálmur Egilsson að tala um það hvað hækkun lána hjá íbúðalánasjóði myndi valda miklum erfiðleikum í efnahagslífinu..

Ég er s.s. ekki neinn sérfræðingur um prósentur lána og efnhagslífið, en þessa ræður þess ágæta fyrrum þingmanns, tel ég vera helv... bull

Raunhækkun þessara lána er ekki nema 5,8% því að hámarkslán íbúðalánasjóðs eru nú 18 miljónir en voru 17.  Það sér hver maður sem vill sjá að þetta eitt og sér hefur sáralítil áhrif á íbúðamarkaðinn og efnahagslífið, að hækka hlut íbúðalánasjóðs í lántökum um eina miljón í meðal húsnæði.

Þessi breyting er til þess fallin að létta ungu fólki að fjárfesta í sínu fyrsta husnæði og koma undir sig fótunum, en þurfir þú húsnæði fyrir t.d. 4 manna fjölskyldu, þá hefur þetta lítil áhrif því að stærra húsnæði er mun dýrara en svo að þetta hafi áhrif.

Í mínu tilviki hafði þetta engin áhrif, nema kanski að ég borga örlítið minni vexti.

Ég kaupi hús á 23 miljónir.  Hámarkslán var þá 17 miljónir eða 80% veðsetningarhlutfall.  sem þýddi það að ég fékk lánaðar 17 miljónir hjá íbúðalánasjóði og afgangin sem vantaði uppá 80% eða 1,4 miljónir hjá mínum viðskiptabanka, samtals 18,4miljónir.

En eftir breytingu fæ ég 18 miljónir hjá íbúðalánasjóði og 400þ hjá mínum viðskiptabanka eða samtals 18,4 alveg eins og í fyrra tilvikinu, en veðhlutfallið hjá mínum viðskiptabanka er 80% og því breytir þetta engu fyrir mig.....

Og hananú.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

90 og 100% lán gerði fleirum kleyft að kaupa og einnig fleirum kleyft að endurfjármagna gömlu lánin. Ekki var öllu því fé sem komst í umferð við það varið til skynsamlegra nota. Að sumra mati fór stór hluti þess í neyslu. Því er haldið fram að framkvæmdirnar á austurlandi, Kárahnjúkar og álver í Reyðarfirði valdi að mestu núverandi þenslu. Þessar framkvæmdir kosta 250-300 miljarða með afleiddum framkvæmdum. Upphæðin sem fór inn í hagkerfið við breytingar á húsnæðislánamarkaðinum var um 1.400 miljarðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Leiðréttið mig einhverjir ef ég fer með rétt mál, en það voru einungis lán bankastofnana sem hægt var að taka til endurfjármögnunar, ekki lán Íbúðalánasjóðs.

Það sem bankarnir ætluðu sér var að koma íbúðalánasjóði út af kortinu til að fá fasteignamarkaðinn óskiptan til sín, þess vegna var æsingurinn hjá þeim svona mikill í því að lána til að endurfjármagna lán Íbúðalánasjóðs.

En þetta stanslausa tal Vilhjálms þessa dagana um það að 90% séu að rugga bátnum, er fyrst og fremst sprottin af því að bankarnir treysta sér ekki til að fylgja íbúðalánasjóði eftir núna og því eru samtök atvinnulífsins með þennan áróður...

Eiður Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

HE He það á auðvitað að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál......

Eiður Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband