Ragnar Reykás heilkenni.....

Ég hef oft haft Ragnars Reykárs heilkenni þegar einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur verið annarsvegar, og hef skipt um skoðun fram og til baka.

Ég var á móti einkavæðingu bankanna á sínum tíma, en tel núna að það hafi verið rétt skref, í það minnsta hafa bankarnir styrkst og skila núna meiru í samhítina en þeir gerðu á meðan þeir voru á hendi ríkisvaldsins.

Ég setti stórt spurningarmerki við breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Rarik, og það sem virðist vera fyrstu skrefin í því að selja það fyrirtæki, og hefur það nú þegar komið niður á mér og mínum persónulega, því að rafmagnsreikningurinn hefur hækkað töluvert eftir þá breytingu.

En Landsvirkjun á EKKI að einkavæða, það yrði glapræði að setja nánast alla raforkuframleiðslu landsmanna í hendur á einkaaðilum, í því fákeppnisumhverfi sem þar ríkir.  Við höfum fjöldamörg dæmi erlendis frá að slík einkavæðing hefur skilað sér í markföldu raforkuverði til einstaklinga, svo háu að ekki er hægt að verja það á nokkurn hátt að fara þessa leið, alla vega ekki á meðan ekki ríkir raunveruleg samkeppni á raforkumarkaðinum.

Ef Landsvirkjun væri einungis að framleiða hlut af þeirri orku sem við nýtum myndi vera í lagi að skoða málið en það er ekki fyrr en að hlutdeild þeirra yrði komin niðurfyrir 20% eða minna og hin 80% myndu að stærstum hluta vera dreifðir aðilar í virkri samkeppni.

Eflaust segja einhverjir að ekki sé hægt að búa til samkeppni á raforkumarkaðinum á meðan ríkið er alvaldur þar og því eigi að einkavæða, en ég segi á móti, ef að ríkið getur ekki komið á virkri samkeppni þó að það eigi stærsta framleiðandan, hvernig á það að geta það þegar einn framleiðandi sem er nýeinkavæddur ræður yfir stærstum hluta framleiðslunar...

Einnig velti ég því fyrir mér hvernig á að verðleggja skíkt fyrirtæki, eflaust er það ekki auðvelt og mikil hætta á því að það yrði selt of ódýrt eins og tilfellið hefur verið um of mörg ríkisfyrirtæki.  Samningur Landsvirkjunar við Fjarðaál er til dæmis einn og sér miljarða virði.

Hér mun heikenni áðurnefnds Ragnars ekki verða mér til trafala, því að það er bjargföst trú mín að þessi einkavæðing sé EKKI tímabær og öllum hugmyndum um slíkt á að ýta útaf borðinu nú þegar....

Og hananú......


mbl.is Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já Eiður, er sammála þér núna, látum Landsvirkjun í friði

Arnfinnur Bragason, 22.4.2007 kl. 23:26

2 identicon

Já sammála þér og hef reyndar skrifað um það sama. Eitt en.. það er ekki hægt að samkeppnisvæða raforkuframleiðsluna. Eina samkeppnin þar er hjá fyrirtækjunum að ná sér í jarðlendi til þess að geta virkjað.. þeir sem það geta, geta svo selt áfram. Sú samkeppni á sér þegar stað og er m.a. ástæðan fyrir þessu virkjanaæði sem verið hefur undanfarið..

Björg F (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband