Laugardagurinn langi

Ég fór í alveg einstaklega skemmtilega ferð um helgina, gekk frá Reyðarfirði yfir í Breiðdal, ásamt unglingadeildinni.  Við lögðum af stað frá Stuðlum um kl 9 á laugardagsmorgunin og reiknuðum með að ver komin yfir í Breiðdal svona um kl 6 um kvöldið.

En það fór nú aldeilis ekki svo, við vorum komin í Breiðdal kl 9 um kvöldið og ég held að allir hafi verið orðnir mjög þreyttir eftir 12 klst ferðalag á tveimur jafnstuttum.  En engu að síður fannst mér þetta gaman, það var aðeins eitt sem skyggði á ánægjuna, en það var þokan sem byrgði okkur sín þegar við komumst á toppinn á Miðheiðarhnjúk, en útsýni af honum hlítur að vera frábært því að þar er maður í tæplega 1300 metra hæð.

Það er því alveg ljóst að þarna verður maður að fara upp aftur og það helst í sumar.

Með göngukveðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband