Vinnan göfgar manninn....

Var að rifja upp vinnutímana sem maður lagði að baki þegar maður vann í Tindinum.  Vorum hér á næturvaktinni nokkrir að rifja upp gömlu "góðu" dagana í slorinu.  Mér var það sérstaklega minnisstætt á loðnuvertíð 1993 þegar unnið var allan sólarhringinn og setið líka á meiraprófsnámskeiði til að nema aukin ökuréttindi. 

Það var mætt í vinnuna kl 3 að morgni unnið til kl 7 að kveldi og síðan var farið uppí skóla að nema hin miklu akstursfræði, sem fylgdu meiraprófinu og setið þar til rúmlega 12 og þá var farið heim að sofa í rétta tvo og hálfan tíma áður en mætt var aftur í vinnu.

Svona gekk þetta fyrir sig í heila 10 daga, en þá var maður orðin fullnum í aksturfræðum og þá gat maður farið að hvíla sig á kveldin, nú eða mætt í fótbolta ef svo bar undir.

Einnig rifjaðist það upp að stundum var staðið í vinnu í eina 30 tíma áður en maður fór heim og hvíldi sig í svona 6-8 tíma og þá var mætt aftur og unnið í aðra 30

Það er mér gersamlega fyrirmunað að skilja hvernig í ósköpunum maður fór að þessu, og alveg morgunljóst að þetta myndi ekki ganga í dag, maður hefði bara einfaldlega ekki úthald í svona lagað lengur þá að maður sé nú ekki nema 14 árum eldri.

En árin taka sinn toll, og þó að ég segi að aldur sé einungis hugarástand þá er alveg ljóst að ekki verður maður sprækari með árunum þó að ekki sé nú endilega vilji til staðar til að viðurkenna það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gæti ég unnið svona í dag það verð ég að viðurkenna

Kvitt og Knús 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband