Að afloknu ættarmóti

Það var ættarmót síðustu helgi hjá afkomendum langa langa afa og langa langa ömmu Stefáns Sigurðsson og Steinunnar Einarsdóttur.  Þetta var þrælfínt mót með þokkalegri mætingu viðkomandi aðila.  Ekki spillti veðrið fyrir en það var eins og best verður á kosið sól og blíða og hreyfðist varla hár á höfði þeirra sem það höfðu.  Farið var á æskuslóðir "afa og ömmu" eins og Ingimar orðaði það alltaf og milaði hann úr sínum, að því er virðist endalausa, viskubrunni og sagði sögur af því fólki sem við erum öll komin af og samferðarfólki þeirra.

Mér fanst gaman og ég vona að aðrir sem þarna voru hafi skemmt sér jafnvel og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég komst ekki... :(

Jón (IP-tala skráð) 1.8.2006 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband