Borgin við sundin...

Er mál málana þessa dagana, eða pólitíkin þar á bæ öllu heldur.   Ekki veit ég (frekar en margur annar) hver er sekur um hvað í þessu REI máli öllu, því ansi margsaga hafa menn verið undanfarið.

En hvar eru rannsóknarblaðamenn þessa lands þegar við þurfum á þeim að halda??  Ekki hefur neinn sprottið fram en til að kryfja málið til mergjar okkur öllum til upplýsininga.

Ég held nú reyndar að Sjálfstæðismenn geti sjálfum sér um kennt hvernig fór með meirihlutasamstarfið, því að þeir voru svo langt frá því að vera samtaka í byrjun málsins, þó kórinn hafi verið farin að tóna rétt í restina.  Lýðræðið var því miður ekki virt sögðu sjallarnir, en ef að þessi nýji meirihluti sem myndaðist með þessum farsakennda hætti er sammála um þetta mál, er það þá ekki lýðræðislegt??  Ekki var samstaða innan fráfarandi meirihluta um málið, og ef maður les milli línana átti Bingi einfaldlega að beygja sig undir vilja þeirra bláu í málinu.  Það er víst lýðræði í hugum Sjálfstæðismanna!!

Hitt er svo aftur annað mál hvort að þessi REI gjörningur allur er eitthvað sem vit eða óvit í, eða hvort að þetta er spilling af stærstu gráðu, ég veit bara einfaldlega ekki nóg til að meta það, en sitt sýnist hverjum um það.

Sumir málsmetandi aðilar hafa talað um spillingu bæði hjá Framsókn í þessu máli og aðrir beina fingri að Sjálfstæðismönnum og þeir benda hver á annan. Ekki veit ég, en mér finst þessir kaupréttarsamningar (það litla sem ég hef heyrt) frekar vafasamir, og einnig matið á þessum verðmætum.  Þetta er eins og einn góður hagfræðingur sagði eitt sinn "það er best að gefa sér niðurstöðuna fyrst og reikna svo, þar til henni er náð"

Það er margt skrítið í hausnum á kúnni......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband