Algjörir snillingar....

Ekki er það orðum aukið hversu miklir snillingar vinna hjá Vegagerðinni okkar.  Þessir ágætu menn sem leggja vegina okkar við misgóðar aðstæður og úr misgóðu efni, með mismunandi árangri, eru stundum ekki í takt við okkur hin sem þó höfum skoðanir á samgöngumálum og vegamálum almennt.

Tökum dæmi: Nú í morgun vaknaði maður upp og sá að það hafði snjóað í fjöll niður undir 700 metrana, og viti menn, Vegagerðin tilkynnir um lokun Oddskarðsganga næstu nótt vegna viðhalds.  Ekki það að ég sé eitthvað á móti viðhaldi á þeirri rottuholu sem þessi blessuðu göng eru, þvert á móti, þeim verður að sjálfsögðu að halda við þar til að við fáum nýju göngin (vonandi ekki seinna en 2010) en að bíða alltaf með lokunina þar til að það fer að snjóa í fjöll það er furðulegt!!!

Ég minnist þess ekki að svona lokanir hafi átt sér stað undanfarin ár nema eftir að það byrjar að snjóa í fjöll, og furða mig á því aðfhverju þetta er ekki gert örlítið fyrr, því að það er ekkert grín að keyra gamla vegin yfir Oddskarð ef það er einhver snjór.

Sjálfsagt má færa rök fyrir því að þetta sé gert vegna túrismans en það er nú á færri stöðum á landinu fallegra útsýni en einmitt af Oddskarði á fallegum degi, og því er það ekki slæmt fyrir ferðamenn að lenda þangað upp, þvert á móti það er ákveðin upplifun, sérstaklega fyrir þá sem þar hafa ekki farið áður.

Nei þetta eru bara snillingar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þeir gátu verið að vinna við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi í sumar, hljóta þeir að geta unnið í Oddsskarðsgöngunum fyrir ágangi ferðamanna.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband