Alltaf er gott...

Að koma heim á klakan þegar maður er búinn að vera fjarverandi í einhvern tíma.  Ferðalagið frá Trois Rivieres til Reyðarfjarðar tekur slétta 24 tíma sem er eiginlega fullmikið í einni lotu, en það er samt í lagi því að það er gott að komast heim.

Reyndar voru kveðjurnar sem við fengum frá vetri konungi í kaldari kantinum þegar lent var á Egilsstaðaflugvelli,  kaldi og hundslappadrífa.

Þeir 6 kátu Kanadamenn sem voru að koma á skerið í fyrsta skipti og verða hér næstu vikur, leist ekki á blikuna og fyrsta spurningin sem kom frá þeim var hvoert að þetta væri týpískt veður.  Ekki sagði ég nú svo vera, en sagði þeim jafnframt að það myndi vera betra veður niðri á Reyðarfirði, sem stóð heima, þar var alveg ágætis veður í dag.

Enn það er gott að vera komin heim....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband