Málefni líðandi stundar

Hvað myndi gerast á Austurlandi ef Kárahnjúkavirkjun yrði stöðvuð?????

Ég veit það svo sem ekki fyrir víst en það myndi líklega leggja fjórðungin í eyði, hvert og eitt einasta verktakafyrirtæki í fjórðungnum myndi rúlla og fjölmörg önnur annarsstaðar af landinu.  Sömu sögu yrði af segja af verslunar og þjónustufyrirtækjum.

Atvinnuleysi myndi tífaldast eða tuttugufaldast, Landsvirkjun yrði gjaldþrota og ríkissjóður yrði að greiða það úr eigin vasa ásamt Reykjavíkurborg og Akueyrarbæ sem þar stæði útaf.  Íslensk stjórnvöld myndu aldrei fá traust annara fyrirtækja eða jafnvel ríkisstjórna í samningaviðræðum af ýmsu tagi.

Ísland myndi hrynja niður þann skala sem við höfum trónað á toppnum lengi hvað varðar lífsgæði og velmegun og það yrði löng þrautagagna þar upp aftur því að hér kæmi mikill í afturkippur í allar fjárfestingar, hvort sem að á bakvið þær stæðu innlendir aða erlendir fjárfestar.

Hagvöxtur yrði neikvæður hér myndi ríkja kreppa og velmenntaðir einstaklingar sem hafa undanfarin misseri flutt uppá skerið, m.a. vegna þessara framkvæmda, myndu finna sér vinnu aftur erlendis þar sem stöðugleiki ríkir en ekki sú óvissa sem hér yrði. Fólksflóttinn yrði ekki á milli landshluta heldur úr landi.

Ég veit ekki hvort að ég sé óhóflega svartsýnn eða hvað, en það væri nú gaman ef fréttamenn eða einhverjir hagfræðispekúlantar gætu nú velt þessari spurningu fyrir sér og reynt að finna svör, því ekki er ég nú sprenglærður spekúlant með gráður á báða bóga.

Ég hef aldrei upplifað neina alvöru kreppu en ég velti því fyrir mér hvað það sé sem fyrst missir sig þegar þrengir að, en ég myndi álíta að það væru hlutir eins og menningarviðburðir af ýmsu tagi, fólk fer jú ekki í leikhús eða í bíó ef tekjur eru einungis til hnífs og skeiðar.  Ekki er ég heldur viss um að það myndu seljast margar bækur, hvort sem þær væru ætlaðar til sjálfshjálpar eður ei. (Notuðum við ekki handritin í föt á sínum tíma??)  Hafa þeir sem mótmæla hvað harðast velt þessu fyrir sér?

Nei nú segi ég það sama og margir andstæðingar þessarar framkvæmdar hafa sagt:  Er ekki rétt að hugsa sig aðeins um núna og reyna að átta sig á því hverju er verið að fórna og hvað það kostar ef vilji þessa ágæta fólks nær fram að ganga????

Tappan í á fimtudaginn

kv

Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara? OG farast ekki Austfirðingar bara í eldi og brennisteini, rétt eins og Skagfirðingar, Vestfirðingar og fólkið á Húsavík, þar sem allir eru að deyja af því það eru engin álver... nei, heyrðu, alveg rétt, ég steingleymdi. Þessi svæði standa bara ágætlega takk fyrir, ef stjórnmálamenn væru ekki að skipta sér svona mikið af atvinnulífinu og rugla í fólki. Ekki veit ég betur en að fjölmargir starfi á þessum svæðum við fjölbreytta atvinnustarfsemi sem flestir hafa skapað sér sjálfir.

Svavar Knútur (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 16:50

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Skemmtilegar athugasemdir, og ég er sammála því að við ættum að reyna vinna meira úr þessum klumpum sem renna út úr álverum landsins. Á hinn bóginn þegar talað er um það að það sé einungis ríkisstjórnin sem stendur að baki þessu, þá verður það að koma fram að nánast allir þingmenn Frjálslyndra og Samfylkingar sögðu já við þessari framkvæmd þegar hún var afgreidd á Alþingi ég man ekki hvað VG gerði en það voru held ég flestir þar á móti.

Það sem ég er að tala um er það að nú er búið að setja allt í gang og því er ekki hægt að hætta við einfaldlega vegna þess sem einstaklingar og fyrirtæki eru búinn að leggja undir. Ég tek enga afstöðu til þess í þessum pistli hvort ég sé með eða á móti þó svo að það sé ekkert leyndarmál að ég sé með, ég velti því einungis upp hvað geti gerst akkúrat á þessum tímapunkti verði hætt við

Eiður Ragnarsson, 27.9.2006 kl. 20:26

3 identicon

Dauðalón mun einungis bera með sér dauða...

H.Stef (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 09:05

4 identicon

Dauðalón mun einungis bera með sér dauða...

H.Stef (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband