Hvað er eiginlega í gangi????

Ég hef altaf haft trölltrú á fréttamönnum og blaðamönnum, ég hef í gegnum tíðina talið þessa starfsstétt standa vörð um sannleikan og reyna að varpa fram sem flestum hliðum á málefnum líðandi stundar.  En undanfarin misseri hafa runnið á mig tvær grímur, mikið hefur verið um rangfærslur, og að því er mér finnst mikið um einsleitan málflutning og hefur það oft tengst þeim framkvæmdum sem hafa verið hér í gangi hér fyrir austan.

En þetta þykir mér nú taka steininn úr með þessari frétt!!

Ég held að þetta ágæta fólk þyrfti að vanda sig betur...


mbl.is Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Ég hef þá kenningu að blaðamaður Liberation hafi dottið í það á kaffi Hljómalind og ekki komist lengra

Gunnar R. Jónsson, 27.9.2006 kl. 22:06

2 identicon

Ég skil ekki hvað þú sérð að þessu. Það er verið að vitna í umfjöllun stórs, erlends blaðs, hafa eftir það sem þar er sagt. Er eitthvað að því? Þú ættir kannski að fara að vinna á fjölmiðlum af því þú ert svo vandvirkur. Það eru tvö n í sannleikann.

JJ (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 22:10

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Kæri JJ. (væntanlega Jón Jónsson)

Það er nú ekki góð blaðamenska að halda því fram að kirkja (sama hvar hún er í heiminum) hafi brunnið til kaldra kola þegar einungis kviknaði í tveimur gluggatjöldum eða heldur að tíunda vegaframkvæmdir sem greiddar eru af almannfé sem einkframkvæmd stórfyrirtækis (hvort sem það heitir Alcoa eða Microsoft)

Það er ekki nóg að ver "stórt erlent blað" ef maður fer með fleypur og ósannindi.

Þetta er svona frekar slæleg vinnubrögð finnst mér. og ég myndi ekki fúlsa við því að vinna við fjölmiðlun ef mér stæði það til boða, en það tækifæri hefur ekki enn gefist.

Ég var ekki að gagnrýna morgunblaðið fyrir sína frétt, þó svo að Morgunblaðið sé ekki hafið yfir gagnrýni

Og ég mun reyna að bæta stafsetninguna

Eiður Ragnarsson, 27.9.2006 kl. 23:38

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

ég gleymdi einu a-i í "vera"

Eiður Ragnarsson, 27.9.2006 kl. 23:39

5 identicon

Það er nú kannski ekki til neins að vera að deila um þetta en ok, eitt er að gagnrýna erlenda fjölmiðilinn og hitt mbl. Mér fannst þú vera að gagnrýna mbl fyrir að fjalla um þetta, en það finnst mér eðlilegt að gera. Það er hefð fyrir því hér á landi að fjalla um alla þá athygli sem við smælingjarnir fáum. Síðan er nú alls ekki allt rangt sem þarna kemur fram og því kirkjusamlíkingin fullýkt. Það er stiklað mjög á stóru og greinilega hallar blaðamaðurinn aðeins til vinstri-græns, en hann hefur þó haft fyrir því að kanna ýmsar hliðar málsins. Blaðamenn safna upplýsingum og vega og meta þær, eiga að gæta hlutleysis. Það reynist kannski erfitt þegar ójafnt er í vogarskálunum. En það er kannski þörf á því að breyta þessari hefð að éta allt upp úr erlendum fjölmiðlum sem um Ísland er sagt, enda margt af því argasta bull. En hvað finnst þér annars um Kárahnjúkavirkjun, þarftu ekki að fara að skrifa frétt um það? :) Með kveðju, Jón Jónatansson

JJ (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 23:52

6 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur...

H.Stef (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 09:02

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já kirkjan Eskifirði er víst brunarústir einar..... Og svo eru menn hissa á því að það séu uppi vangaveltur um hlutdrægni ýmissa aðila í máli þessu?? Eða hvað H.Stef??

kv

Eiður

Eiður Ragnarsson, 1.10.2006 kl. 22:41

8 identicon

það virðist vera alveg ótrúlegt hvað það er mikið líka um neikvæða umfjöllun um þessa virkjun sérstaklega hefur maður tekið eftir því á ríkisrekna fjölmiðlinum sem ekki er hægt að segja áskriftinni upp á. Það er líka bara þannig að það eru ekkert allir óhlutdrægir á rúv. En burtséð frá því þá mætti nú alveg bæta fréttamenskuna héðann að austann,sérstaklega héðan af fjörðunum þar sem hringiðann er og allt er í gangi,en það hvarflar stundum að manni að það sé bara Egilsstaðir sem allt snýst um! sem á eftir að koma betur í ljós að er bara stoppistöð einsog Hlemmur

ingi lár vilbergsson (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 23:39

9 Smámynd: Hafliði Hinriksson

Úr því að menn eru að ræða ´Héraðið, þá sagði einu sinni óvitlaus maður að það væri ekkert annað en stór bensínstöð... En það var leiðinlegt með kirkjun á Eskifirði, reyndar sá ég auglýsta tónleika í brunarústunum um daginn og svo skilst manni að presturinn messi þar á sunnudögum líka þannig að eitthað hefur nú verið heillegt í rústunum.

Hafliði Hinriksson, 2.10.2006 kl. 23:36

10 identicon

Fjardabúar ath ! Lyf við minnimáttarkennd fást í næsta apóteki !

H.Stef (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 10:25

11 identicon

Mögulegt er að víð Fjarðabyggðabúar séum með minnimáttakennd ég ætla ekki að taka afstöðu til þess.

Við höfum hinnsvegar þurft að "berjast" fyrir okkar tilveru hingað til,þú veist eins vel og ég að það í stefnu stjórnvalda á að byggja upp kjarnabyggðir á landsbyggðinni og er Héraðið eða "var" eini staðurinn á Austurlandi.

Við höfum ekki Sjónvarpið til að fjalla um ýmis mál og koma okkur á koppinn,samanber núna um daginn er verið var að lýsa því hvernig köttur Kidda var skotinn,þetta hefði aldrei verið birt ef gerst hefði í Fjarðabyggð.

Þegar súrálsdælunni var landað á Mjóeyrarhöfn þyngsta einstaka tæki sem híft hefur verið í land hérlendis,það þótti ykkur ekki ýkja mérkilegt,eða hvað?
Getur verið að þetta stafi af öfund þeas að við séum komin á kortið í?það verður hver að dæma fyrir sig.

Ég hef alltaf haldið að fólk sem starfar fyrir ruv þyrfti aðgæta fyllsta hlutleysis? Ég spyr þig Hjalti ef þú horfir til baka finnst þér það?

Jæja nóg um það ,en varðandi þetta lyf sem þú nefnir þá verð ég nú að hæla þér fyrir þessa frumlegu uppástungu ,ég vissi ekki að það væri til.........!!!!!!!!!

Gísli Briem (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 10:22

12 identicon

Hvernig er hægt að taka hlutdgægar myndir? Og hvað í andskotanum er svona merkilegt við að hífa þungan hlut á land úr skipi? Hvert var fyrra met og hvar var það sett af hverjum?
Jú, þetta er eins og með jeppakarlana og stóru dekkin - við á fjörðum þjáumst af minnimáttarkennd.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 11:06

13 identicon

Fjarðamenn, ég stóðst ekki mátið að gera smá at í ykkur með lyfið, þið eru ágætir upp til hópa, fólk er nú í reynd svipað allstaðar og flestir afbragðsgóðir inn við beinið, bara spurning um hversu djúpt er á beinið.

H.Stef (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 17:17

14 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Dúllurnar mínar reynum nú að temja okkur smá jákvæðni.....

Ég mun reyna það líka...

Eiður Ragnarsson, 9.10.2006 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband