Á ferð um....

Hálendi íslands í góðra vina hópi, fátt er skemmtilegra en það.  Við fórum í ferð í sumar á vegum Slysavarnarfélagsins í Hálendiðsverkefninu, sem nú hefur verið í gangi tvö sumur í röð.

Þessi vika var algjör snilld og ef ég mætti ráða þá færi sumarið allt í svona rúnt, en því miður þá er það ekki mögulegt og þessi vika verður að duga.  Nú er bata spurningin hvert verður farið næst, en hvert sem það verður, þá er ég þess fullviss um að það verður tær snilld.

Ég setti slatta af myndum inní albúmið sem sýna hálendið á þessu svæði aðeins í mýflugumynd miðað við að upplifa það á eigin skinni.

Það er einnig mjög sniðugt að fara inn í albúmið og nýta þann möguleika að opna það í Google Earth og sjá hvar myndirnar eru teknar nákvæmlega.

Njótið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Og hér er ég, fastur í bænum...

Jón Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 23:23

2 identicon

Hey, sko, ég HEIMTA, og ætla að vera mikil frekja, og heimta að koma með í sumar. Ekki að það hafi ekki verið leyft áður, en núna GEF ég mér tíma í þetta!

Góðar stundir - og passaðu kallinn fyrir mig :)

Harpa (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Glæsilegar myndir og flott að sjá þetta svona í flash-player á blogsíðunni

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband