Afhverju eru menn hissa????

Það var gert töluvert úr því í Íslandi í dag á Stöð 2 að það "virðist allt stefna í það að álverið verði mannað Íslendingum" !

Afhverju eru menn svona hissa á því??  Hefur starfskraftur íslenskra álvera ekki verið nokkuð stabíll hingað til?  Hafa þessir vinnustaðir ekki bara svipaða möguleika uppá að bjóða og önnur fyrirtæki hér á skerinu?  Eða bara jafnvel meiri??

Tökum mig sem dæmi, ég er nú ekki með langan starfsferil að baki en samt er ég búinn að prufa ýmislegt, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið síðustu daga eru síst minni möguleikar á því að vaxa og dafna í starfi á þessum nýja vinnustað.  Ég vann rúm fimm ár í fiski, og ég held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel.  Ekki voru möguleikarnir miklir þar á því að bæta sig eða eflast í starfi og það endaði með því að maður leitaði annað.  Ég vann hjá flutningafyrirtæki í 2 ár þar var það sama uppi á teningnum ekki var gert ráð fyrir því að menn ynnu sig upp heldur átti hver bara að sinna sínu og láta það gott heita.

Ég hef síðastliðin fimm ár verið í vinnu hjá mjög öflugu fyrirtæki í framleiðslu og markaðssetningu, og hafði mjög gaman af, en þar vantaði þetta element að maður gæti vaxið og dafnað, kanski var það vegna þess að möguleikarnir á því að vinna sig upp eru minni þegar maður er einn á sínu svæði og því fór sem fór.

Á þessum nýja vinnustað er unnið markvist að því að menn eflist og vaxi sem starfsmenn, allavega er það yfirlýst starfsmannastefna fyrirtækisins.  Mannssálin er einfaldlega þannig að hún þarf á því að halda að fá tilbreytingu og fjölbreytileika.  Ef að það gengur eftir sem okkur þessum nýju starfsmönnum hefur verið tjáð þá verður þetta alveg magnaður vinnustaður, með nóg af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum til að leysa og það er einfaldlega það sem margir þurfa á að halda til að vera ánægðir í sinni vinnu.

Nú ef það kemur svo í ljós (sem ég hef ekki trú á) að þetta reynist ekki rétt þá getur maður bara alltaf hætt og snúið sér að öðru

Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband