Iss...

Bara 106 yfirvinnutímar í einum mánuði, það hljóta fjölmargir íslendingar geta toppað það nokkuð vel. 

Miðað við hefðbundin vinnutíma (um 180 klst á mánuði.) gerir þetta samtals 286 klst. sem þýðir 13 klst á dag og þá er ekki unnið um helgar.  Ef við bætum 4 laugardögum inní dæmið og setju 8 klst á hvern, þá þýðir það rúmlega 11 klst á virkum dögum.

Kannast ekki einhver við það að vinna frá 8- 7 , 6 daga í viku?? eða jafnvel mun meira??

Þetta er svipuð vinna.....

Síðan getum við auðvitað skoðað vertíðartarnirnar þar sem fólk var að vinna frá 6 á morgnana til 8 á kveldin 7 daga vikurnar í kanski 6-8 vikur samfellt, það er mun meira en þetta, eða um 420 klst í mánuði.

En ég er ekki að mæla því bót á nokkurn hátt að menn vinni of mikið, þessu á auðvitað að stilla í hóf eins og öllu öðru

Góðar (vinnu) stundir


mbl.is Toyota sker upp herör gegn vinnuölkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

180 klst,það er bara lítið.

Ólafur fannberg, 22.5.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband