Snilld... Snilld gargandi snilld...

Fórum nokkrir félagarnir á fjöll í gær á nokkrum sleðum, til að nota nú síðasta snjóinn.  Hitin var nálægt 20° og sólin skein í heiði, þannig að þetta var alveg hreint snilldardagur.

Ferðinni var heitið með dyggri leiðsögn Kjartans í Áreyjum, eins og hann er oft kallaður, fyrst á Kistufell og þaðan á Hádegisfjall.

Ég tók eitthvað af myndum en hefði átt að taka meira, en stundum gleymir maður sér bara við aksturinn því það er svo agalega gaman.

Smellti inn myndum af þessu á vefalbúmið mitt:

Sleðaferð á Kistufell og Hádegisfjall

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir,maður er alltaf að missa af einhverju skemmtilegu

Kári (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:25

2 identicon

Stórglæsilegar myndir alveg hreint!

Hanna Inga (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband