Er nám vinna eða lístíll???

Jæja þá er búið að troða enn meira inní höfuðið á mér um efnafræði málma og ýmislegt fleira sem tengist málmvinslunni í steypuskálanum.  Nú glittir í endin á þessari Ameríkuhreppsför minni, en við komum til með að halda áleiðis á morgun heim á leið, fljúgum héðan frá Pittsburg um kl 16:00 að staðartíma og fljúgum þaðan til Boston og frá Bostin verður svo flogið heim.

Þetta er nú búið að ver nokkuð lærdómsríkt, mest hefur komið á óvart hvað hér eru allir einstaklega kurteisir (ekki það að ég hafi búist við einhverri ókurteisi) en það er áberandi hjá starfsfólki flugvalla og annarra staða sem við komum á hvað kurteisi er greinilega í hávegum höfð.

Pittsburg kom einnig á óvart, allavega sá partur hennar þar sem við höfum haldið til, það má eiginlega segja að þetta sé risastórt sveitaþorp, hér eru göturnar lagðar milli skógarvaxinna hæða og húsin eru illsjáanleg fyrir skógi og, eins og áður sagði eins og lítil sveitabýli með verslunar og þjónustugötum á milli.

En semsagt á föstudagsmorgun kem ég loksins heim og þetta verður líklega síðasta færsla mín héðan í bili

Adios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Ég fór í nám á besta aldri, er elstu börnin voru að klára menntaskóla.  Mér var bent á að það væri skinsamlegra af mér, einstæðri móður með 3 unglinga að vinna eðlilega vinnu frekar en að vera að fara í nám á gamals aldri. En ég sagði alltaf að ég væri að FJÁRFESTA Í SJÁLFUM MÉR.  En nám er VINNA.

Sigrún Sæmundsdóttir, 16.11.2006 kl. 08:57

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Jón Ragnarsson, 16.11.2006 kl. 09:32

3 identicon

Sæll Eiður.

Ég var búin að skrifa heilmikið en það bara skilar sér ekki til usa.  Gott að allt er farið að ganga eins og það á að gera.  Vesenið hjá þér þegar þú misstir af flugvélinni minnti mig á "Baldur" í vestfjarðaferðinni góðu.

góða ferð heim

sjáumst

Bryndís H

Bryndís Hólmarsd (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband