Kominn heim í heiðardalinn......

Jæja þá er maður loksins kominn heim.  

Ég lét hugan reika um atburði síðustu tveggja vikna í vélinni á leiðinni heim, og var að rifja þá upp einn af öðrum þegar ég heyrði gamalkunnugt lag í útvarpinu um borð.  Um var að ræða gamalt U2 lag, Unforgetable fire og dró það fram margar gamlar og góðar minningar frá því ég var í heimavist í Bár á Djúpavogi.

Þarna rijfaðist upp viðvarandi sturtu og vatnsleysi á heimavistinni, ekkert bað í viku, þrátt fyrir að spilaður væri fótbolti á hverjum einasta degi á drullugum malarvellinum.    

Þegar frí var gefið í skólanum svo að hægt væri að vinna alla þá þá síld sem barst að landi með gamla Stjörnutindi. 

Þegar það var regla að skólakrakkarnir sem voru að vinna í síldinni voru sendir heim kl 7 en ég gleymdist inní salthúsi og var ekki sendur heim fyrr en kl 2 um nóttina og þurfti að ræsa Röggu heimavistarstjóra til að komast inn. 

Þegar Róbert, Hólmar og Gulli stálu plasthjólinu hans Gunnars Smára og hjóluðu allir 3 á því saman niður Klifið, en enduðu á hausnum vegna þess að hjólið brotnaði í tvent fyrir framan Vegamót. Og svo skömmuðust þeir í Smára fyrir að eiga ekki almenilegt hjól til að stela.

Þegar Hansi kennari barði Eirík með stól svo að hann handlegggsbrotnaði, og svo var Hansi spurður að því daginn eftir, hvort að það væri hægt að "stóla" á það að það yrði leikfimi.

Þegar allir á vistinni voru í sannleikanum og kontór inni í meyjarskemmu (en það var herbergi Lóu, Láru og Helenu alltaf kallað).

Þegar Siggi prestur gaf frí í Enskutíma aðf því að hann varð að fara út og skjóta flækingsfugla.

Og margt margt fleira. 

Þetta voru góðir tímar, engar áhyggjur, fullt af draumum og feikilegt fjör.

Það er merkilegt hvað eitt lítið lag getur kveikt margar minningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband