Það nálgast....

30 árinn, sá tími sem að hraunið hefur runnið þarna nánast stanslaust, það leiðréttir mig einhver ef að ég fer með fleipur hérna, en hefur ekki verið talað um Skaftárelda sem mesta magn hrauns sem runnið hefur á sögulegum tíma?? 12 rúmkílómetrar er það áætlað ef ég man rétt.

Er það met ekki löngu fallið, ég bara spyr??

 


mbl.is Hraun rennur á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, þarna gýs (frekar "rólega" meira að segja) úr tveimur gígum á sömu öskjunni en Lakagígar (fleirtala undirstrikuð!) voru hinsvegar svokölluð gígaröð, heil 130 stykki sem mynduðust á margra kílómetra langri sprungu þar sem jarðskorpan rifnaði nánast eins og rennilás í gríðarmiklu sprengigosi. Krafturinn í upphaflegu sprengingunni er talinn hafa náð styrkleika 6 en frá því sögur hófust fyrir nokkurþúsund árum hafa aðeins tvö gos náð meiri styrk, til samanburðar var Vestmannaeyjagosið 1973 þrjú stig á VEI kvarðanum en hann nær hæst upp í 8 stig (og þar með endalok siðmenningar á jörðu!). Til að gefa smá hugmynd um stærð svona hamfara þá er talið að sjálfur gosmökkurinn frá Skaftáreldum hafi náð upp í 15 kílómetra hæð en að fljótandi hraunfossar hafi hinsvegar spýst allt að 1400 metra upp í loftið! Gosið stóð aðeins yfir í tæpt ár en skilaði samt frá sér mesta hraunflæði síðan sögur hófust eða 14km³, úr Kīlauea öskjunni á Hawaii hafa hinsvegar aðeins komið 2,7km³ samtals frá árinu 1983 sem er talsvert minni rennslishraði en t.d. í nýafstöðnum gosum úr Heklu og Vatnajökli.

Skaftáreldar öllu gríðarlegum áhrifum á menn og búfénað sem stráféllu, í harðindunum sem á eftir fylgdu fækkaði Íslendingum um ca. helming en dæmi um manntjón má finna langt suður eftir Evrópu ásamt því að merkjanleg hækkun varð á dánartíðni fólks um alla álfuna. Eldarnir losuðu líka um 120 milljón tonn af brennisteinsdíoxíði og allskyns hroða út í andrúmsloftið sem er þrefalt á við útblástur alls iðnaðar í Evrópu árið 2006! Loftslagsáhrifin voru bókstaflega af hnattrænni stærðargráðu, veturinn 1784 var t.d. afar harður í Evrópu og árin á eftir einkenndust af öfgakenndri veðráttu um heim allan. Veturinn í N-Ameríku var sá lengsti sem sögur fara af og einn sá kaldasti, sögur herma að í miklum snjóstormi sem skall á Suðurríkjunum hafi Missisippifljót frosið allt niður til New Orleans og sést hafi til ísjaka á sjálfum Mexíkóflóanum!

(Afsakaðu þessa lönguvitleysu hjá mér, en ég hélt fyrirlestur um Skaftárelda og Móðuharðindin í menntaskóla þannig að þú kemur ekki að tómum kofanum hér... hehe)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband