Mér er....

slétt sama hvort að skatturinn sé táknræn eður ei, það á að setja hann á, en hann á líka að vera hátekjuskattur ekki meðaltekjuskattur eins og hann var.

Þessi skattur var lagður á alla sem komust að mig minnir yfir 3 miljónir í árslaun (það leiðréttir mig einhver ef að ég fer með rangt mál) og því kom hann illa  niður á fólki sem var að vinna fyrir stórri fjölskyldu og nýrri fasteign (lesist fjölskyldufólk á besta aldri) Og þessi sami hópur lennti líka í því að á sama tíma (af því að launin voru svo "há") að barnabætur og vaxtabætur skertust all verulega.

Þannig að þessi hópur fólks var sligaður af skattbyrði.

Það á að setja þennan skatt á þá sem eru með miljón eða meira á mánuði ekki fyrr, og á hjón sem eru með 2 eða meira ekki fyrr.

Það mætti líka skoða það að kippa skattinum upp í 50% en þá yrðu skattleysismörk að vera í það minnsta 280-300þ

Þessu kasta ég bara hér fram án þess að hafa skoðað það neitt, eða með öðrum orðum bara hugmynd, kanski gengur hún upp, kanski ekki..

En HÁTEKJUSKATT á að setja á ekki meðaltekjuskatt....Angry


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í samfélagi þar sem allir eiga leggja hendur á plóg þá verð ég að vera sammála verðandi hátekjuskattin hann verður að vera í þrepum, ekki bara ein tala sem afmarkar hátekjur. það getur skipt öllu máli að þessi skattur verði settur á, hann mun sporna við ýmsum stjórnasetum sem eiga ekki að vera tengdar hagsmunum aðila þ.e.a.s  ríkisstarfsmenn eiga alls ekki að sitja í stjórnum einkafyrirtækja, heldur á að efla eftirlit, og leitast á við með samvinnu ríkiseftirlits og einkafyrirtækja. ( hér átt við stór fyrirtæki ) ekki einyrkja og aðra sem gætu ekki ollið skaða hjá almenningi.  

Gunnar Björn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:37

2 identicon

hátekjuskatturinn var 4% í viðbót af tekjum yfir 4,3 milljónum minnir mig. 

 ég er sammála þessum tölum sem þú nefnir Eiður, nema með hjóni, þar erum við að tala um 1500 þús á mánuði.

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Setja hátekjuskatt á 6 milljónír og meira.

Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 07:03

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Haraldur 6 miljónir eru ekki háar tekjur, (500.þ á mánuði) duglegur verkamaður getur (eða gat í það minnata áður en kreppti að) léttilega unnið sér inn þá upphæð með því að vinna mikið. 

Og þar erum við einmitt komnir að kjarna málsins.  Hátekjuskatturinn má ekki skerða tekjur hjá fólki sem vinnur mikið til að ná sæmilegum tekjum. Þessvegna þarf að fara hærra með skattinn.

Ég minnist þess til dæmis, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á vinnumarkaði að ég hafði á þeirri síldarvertíð, svipuð laun og forsætisráðherra hafði þá (um 400.000.) en ég hafði lagt á mig gríðarlega yfirvinnu til að ná því, og þetta var bara part úr árinu sem að hlutirnir voru svona góðir.

Seinna þegar ég var að fjárfesta í minni fyrstu íbúð, þá voru mínar tekjur svipaðar og hjá háseta á togara staðarinns, en þeir sem voru þar um borð voru skilgreindir sem hátekjumenn, en ég var nú ekki var við að það beinlínis hafi flætt uppúr buddunni seðlarnir, enda var maður að kaupa sitt fyrsta hús.

Þetta á að vera hátekjuskattur ekki millitekjuskattur eins og ég myndi skilgreina 6 miljónirnar.

Eiður Ragnarsson, 13.12.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Mér finnst eiginlega svolítið fyndið (eða ekki fyndið) að ég borga slatta skatt af örorkubótunum mínum - og það eru einu tekjurnar sem ég hef... svo það er gott (eða ekki gott) að borga hátekjuskatt og vera bara með strípaðar örorkubætur... glæsilegt hjá þeim sem stjórna hér á landi...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband