Hreindýr.....

Saga hreindýra á íslandi spannar aðeins um tvær og háfa öld.  fyrstu hugmyndir um innflutning hreindýra munu hafa komið frá Páli Vídalín, Lögmanni.  Hann ritaði um það í lok 17. aldar að selja ætti hesta úr landi og kaupa fyrir þá hreindýr.  ekkert varð þó úr innflutningi í það skiptið.  Skriður komst svo á málið um miðja 18. öld þegar illa áraði í landinu og lífsbjörg skorti.  Ætlunin var að hér yrði hreindýrabúskapur með svipuðum hætti og hjá Sömum í Finnmörku og var gefin út konungsskipun um að flytja til landsins Samafjölskyldu frá Noregi til að kenna Íslendingum hreindýraeldi.

Hreindýr voru flutt hingað til lands í fjórum hópum á árunum 1771-1787.  Í fyrsta hópnum voru 13 dýr sem komu frá Finnmörk í Noregi og voru sett á land í Vestmannaeyjum og síðan voru þau flutt þaðan upp í Fljótshlíð.  Þau munu öll hafa verið horfin um rúmum áratug síðar.

Árið 1777 kom svo stærri hópur til landsins, samtals 23 dýr sem sett vori í land í Hafnarfirði.  Sú hjörð hélt til á suðvesturhorni landsins og virðast hafið komið vel af og um miðja 19. öld voru dýrin allmörg, en eftir það fór þeim fækkandi, og síðustu dýrin úr þeirri hjörð sáust á lífi við Kolviðarhól um 1930.  Þriðji hópurinn, sem kom til landsins taldi um 35 dýr og var þeim sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð.  Dreifðust þau víða um Norðausturland en eftir miðja 19. öld fór þeim fækkandi og síðustu dýr úr þeirri hjörð sáust á lífi um 1936

Líklegt má telja að veiðar hafi verið stærsti orsakavaldurinn í því að þessir hópar hurfu með öllu upp úr 1930

Fjórði og síðasti hreindýrahópurinn kom til landsins árið 1787 og var settur á land í Vopnafirði.  Reyndar hafði áætlunin verið að að fara með dýrin norður í land en hafís stöðvaði siglinguna.  Árið 1783 höfðu Lakagígar gosið mesta hraungosi sem sögur fara af á jörðinni.  Í kjölfarið fylgdu hin ægilegu Móðuharðindi.  gosgufurnar og askan voru svo eitruð að grasbrestur varð og fénaður féll umvörpum, um 80% sauðfjár og um 50% nautgripa.  Talið er að nær 10.000 manns eða 20% þjóðarinnar hafi látist á árunum 1783 - 1786.  Ein af ástæðunum þess að villt hreindýr hafa haldið velli á Austurlandi er sú að norðan Vatnajökuls er þrátt fyrir alt tiltölulega snjólétt og lítið um mannaferðir.

 Hreindýrahjörðin sem kom á land í Vopnafirði taldi 5 tarfa og 30 kýr.  Núverandi hreindýrastofn á íslandi er allur kominn af þessum dýrum.  En þrátt fyrir það að stofninn sé í góðu jafnvægi nú leit  oft út fyrir að þessi hópur færi sömu leið og þeir fyrri.  Þess má geta að líklega voru dýrin ekki nema um 100 um aldamótin 1900 enda voru þau alfriðuð af Alþingi árið 1901 og líklegt má telja ef það hefði ekki komið til þá hefði þessi hópur horfið með öllu einnig.

Vangaveltur hafa verið uppi um það að dreifa hreindýrum víðar, en á Austurlandi, en ennþá hefur ekki komið til þess.  Má þó búast við því að hreindýr geti með góðu móti þrifist víðar á íslandi en á Austurlandi.  Myndi þetta vera veiðimönnum kærkomið, því eins og staðan er í dag eru milli 3 og 4 umsóknir um hvert veiðihleifi sem gefið er út og fá því færri en vilja. 

 


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Voru það forfeður Framsóknarmanna sem stóðu fyrir þessum innfluttningi?

Offari, 28.12.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það mætti kanski fletta því upp í Íslendingabók, ef ég fyndi nöfn þeirra sem voru í forsvari fyrir þessum innlfutningi

Eiður Ragnarsson, 29.12.2008 kl. 00:05

3 identicon

þetta er athygisvert og hin ágætasta lestning

Dofri Þórðarson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband