Moldarlykt....

Nú er þessu 30. flokksþingi Framsóknar lokið og ekki var það tíðindalítið.  Ný stjórn kjörin og margar frábærara ályktanir lagðar fram og samþykktar og það er alveg ljóst að ný stefna er mörkuð í íslenskri pólitík.

Það er alveg sama hvað andstæðingar Framsóknar segja þeir geta ekki horft framhjá þeirri staðreynd að það er grasrót flokksins sem hefur unnið fullnaðarsigur.

Sigmundur er fulltrúi grasrótarinnar, svo mikill fulltrúi hennar að það er beinlínis moldarlykt af honum.  Það voru nokkrir  óbreyttir flokksmenn sem hvöttu hann til að taka að sér þetta mikilvæga hlutverk, að hefja flokkinn til vegs og virðingar á ný, og þessir sömu flokksmenn töldu það löngu tímabært að endurnýja forustuna, og það tókst svo sannarlega.

En við meigum ekki heldur gleyma því hvað gerðist fleira á þessu þingi.

Tillögur sem lúta að því að endurvekja traust fólks á stjórnmálum, nýtt kosningafyrirkomulag, stjórnlagaþing, og margt fleira sem ég mun ekki nefna hér nú, en þi mínum huga hefur Framsókn tekið forustuna í því að taka til í sínum ranni, og það verður fróðlegt að sjá hvernig öðrum flokkum mun takast að feta í okkar fótspor.

Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera Framsóknarmaður, áfram Framsókn....


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband