Því miður....

Þá er það sem gerist yfirleitt við svona aðstæður að menn missa stjórn á sér..  Það er jú bara mannlegt.

Ég held að í hvert sinn sem múgæsing sem þessi myndast þá skaðist málstaður mótmælenda verulega og því þurfi þeir að hugsa sínar aðferðir uppá nýtt, og tryggja með einhverjum hætti að ró haldist.

Setjum okkur bara i spor lögreglunar á svæðinu:

Við stöndum vörðu um Alþingishúsið, reiður hópur mótmælenda lemur potta og pönnur og ber skilti við öxl sem á standa hin ýmsu skilaboð til stjórnvalda.  Ekki er neitt athugavert við það.

Síðan líður dágóð stund og mótmælendur fara að ókyrrast og ögra lögreglu, með skyrkasti formælingum og látbragði, ekki gerist neitt enn við það, en svo kemur að því að einn af laganavörðum brestur þolinmæði, hann stjakar við mótælanda svo hann fellur við.

Þetta kostar enn meiri formælingar og þeir í hóp mótmælenda sem vilja hleypa þeim upp sjá að þarna er veikur blettur og flykkjast þangað og fyrr en varir er allt orðið vitlaust.  Saklausir mótmælendur sem vildu mótmæla með friðsömum hætti og lögreglumenn með langlundargeð á við Gandhi lenda saman í piparúða og grótregno og allt fer fjandans til.

Þið megið ekki skilja mig sem svo að ég telji að það sé alltaf mótmælendur sem eiga upptök, en ég tel það þó líklegra, en við vitum líka að það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt hvorki mótmælendur né lögreglu.

En þetta er samt möguleg atbutðarrás og hafið það í huga að þó að þett gerist nákvæmlega svona þá kannast hvorki mótmælendur né lögregla við þessa atbutðarrás, en afhveju??

Jú það er vegna þess að taugar eru þandar til hins ítrasta og viðbrögðin eru nánast ósjálfráð og ómeðvituð.

Svona aðstæður eru og verða alltaf púðurtunna með logandi kveik, það er bara spurning hvenær kveikurinn brennur upp og allt springur í loft upp......

 

 

 


mbl.is Slökkt á bálinu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta lá alltaf í loftinu að svona gerðist. Það liggur enn í loftinu að ástandið muni versna.

Offari, 21.1.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband