Það er byrjað!!

Baráttan er hafin.

Þáttur NFS frá Fjarðabyggð makaði upphaf  kosningabaráttu hér í Fjarðabyggð.  Reyndar voru nú oddvitarnir allir frekar samstíga í sínum tilsvörum í þeim ágæta þætti en þó held ég að Guðmundur Þorgríms hafi verið einna skýrastur í sínum svörum.

Sjálfstæðismenn ætla greinilega að byggja sína kosningabaráttu á því að neita allri aðild að ákvarðanatökum í sveitarfélaginu síðustu 4 ár, en ef fundargerðir Bæjarstjórnar og Bæjarráðs eru skoðaðar þá er það nú yfirleitt svo að íhaldið tekur fullan þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum sem teknar hafa verið.  Einnig sést að ekki hafur verið mikið um tillöguflutning frá þeirra hálfu og því erfitt að benda á verkin sem eiga að tala.

Biðlistin virðist hafa svipaða taktik á takteinum og síðast, húmorinn er í hávegum hafður, en ég vona bara þeirra vegna að þeim gangi betur að manna nefndirnar heldur en síðustu 4 ár, en það hafa verið starfandi ansi margar 4 manna nefndir hér í Fjarðabyggð.  En auðvitað er það háð því að þeir komi sínum manni að, sem er að sjálfsögðu langt frá því að vera öruggt.

Fjarðalistinn er að spila "Samfylkingartaktik" með því að skella Smára í 4 sæti og það gæti skilað sér, en það gæti reyndar líka virkað öfugt. (það virkaði ekki vel hjá Ingibjörgu frænku) Smári er óumdeildur skörungur en þrátt fyrir það þá er ekki víst að það sópist að þessum lista með hann í 4 sæti, því það eru jú aðrir á listanum en hann.

Við á B-listanum ættum að geta verið nokkuð sátt svona í byrjun, en það er ljóst í mínum huga að það er verk að vinna.  Þessar prósentur eru ekki nog við eigum að eiga meira inni, og við eigum að banka á með 4 mann þ.e. undirritaðann.

Þetta byrjar nú að skýrast og á næstu dögum fara menn á fullt að afla fylgis og við spyrjum að leikslokum.

adios

Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo að listinn hjá X-D er Fullur af nýju fólki og ekki gat ég heyrt á flutningi Valdimars að hann væri að fría sig af einhverju, heldur var hann að tala um að nú væri að koma nýtt fólk inn sem ætlaði að gera betur.

Óskar Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband