Bjálkinn í auganu

Fór í kaffi til Samma vinar míns í morgun (eins og ég geri reglulega) og það var spjallað m.a. um þau mál sem á oddinum eru hjá framboðunum.  Skipulagsmálin voru rædd þar í tengslum við þetta en ekki voru menn á eitt sáttir í því að sjálfsögðu.  Nefnd voru dæmi um "klúður meirihlutans" eins og til dæmis BM Vallá og Fjarðabyggðarhöllin.

Rétt þykir mér að benda féllögum mínum í kaffinu á eitt Fjarðabyggðarhöllin var færð vegna vilja fólksins, hugmyndin var að hafa hana út við Teigagerði en eftir að haldin var fundur í Hverfanefnd á Reyðarfirði, þá fanst mönnum að ekki væri vilji til þess hjá íbúum þar og því var fariði í þá skipulagsvinnu sem þurfti til að þetta ágæta hús yrði staðsett við skólan hér á Reyðarfirði.

En þá brá svo við að það var ekki sá staður sem mönnum hugnaðist best, og allt var orðið ómögulegt. 

Nú spyr ég þegar bæjarstjórn er sagt að hoppa hversu oft á að hoppa??? Á að færa 9000m2 mannvirki 3-4 sinnum með tilheyrandi kostnaði og töfum eða verða menn að taka ákvörðun eftir því sem talið er rétt, og standa svo og falla með henni?  Ég er alveg til í að standa eða falla með þessari ákvörðun, það er á hreinu.

Bm Vallá er annað dæmi, hvað ef ekki hefði tekist að finna lóð hér fyrir þá og þeir hefðu farið annað, hvað hefðu menn sagt þá???  Ég er ekki viss um að bæjarstjórn hefði fengið klapp á bakið fyrir að vísa þeim frá af því að þeir gætu gengið illa um, nei það hefði fengið að klingja í okkar eyrum að við værum að vísa frá öflugum fyrirtækum og tækifærum fyrir íbúa sveitarfélagsins.  Og svo auðvitað meigum við ekki gleyma því að þessi úthlutun var til skamms tíma en ekki til frambúðar

Svo má svona í lokin geta þess að flestar ákvarðanir í tengslum við umhverfis og skipulagsmál hafa verið samþykktar með öllum greiddum atkvæðum og því eru þær ekki bara á ábyrgð meirihlutans

kveð að sinni

Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Eiður minn, mér er ljúft og skylt að halda því til haga að ástæða þess að raddir þess efnis að fótboltaskemman yrði færð nær grunnskólanum var sú að margir, nú segi ég margir en ekki allir, töldu að hér væri um íþróttahús að ræða. Þ.e. hefðbundið íþróttahús ekki það ferlíki sem síðar kom í ljós að væri á ferðinni. Þú sast þennan fund líkt og ég og ættir því varla að vera búinn að gleyma því.

Með formlegum og vönduðum kynningarfundum um það leyti sem fundurinn í sal eldri borgara var haldinn hefði verið hægt að eyða þessum misskilningi með öllu og fá fram uppbyggilega og góða umræðu. Umræða og debat er jú grundvallarforsenda skynsamlegrar ákvarðanatöku ekki satt?

Hins vegar er húsið komið og ekki verður aftur snúið með það. Við verðum því að gera það besta úr því sem komið er og vinna með þá staðreynd að húsið er handan við hornið þannig að það sé okkur í hag. Slíkt tel ég að sé ekki erfitt.

Gunnar R. Jónsson, 26.4.2006 kl. 14:10

2 identicon

Sæll Eiður og til hamingju með nýju síðuna!!

Fannst athyglisvert að lesa kafalnn þinn um BM-Vallár málið allt saman. Er það virkilega svo að þú teljir að ef að Vallá hefði ekki fengið lóð niðri við höfn þá hefðu þeir farið eitthvað annað?? Þetta er akkúrat dæmi um það hvernig meirihlutinn lætur stór fyrirtæki vaða yfir sig á drulluskítugum skónum, og bugta sig og beygja nákvæmlega eins og fyrirtækjunum hentar. Það er bannorð að gera einhverjar kröfur til þessara fyrirtækja því menn eru svo hræddir um að þau fari eitthvað annað. Pfff.... þvílíkt rugl

Þórður Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 18:44

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sæll Doddi minn.

Ég hafði nú bara í huga marga vini mína á Reyðarfirði sem eru ekki póltískir samferðamenn mínir. Það eitt að þetta ágæta fyrirtæki hefði bara farið út á t.d. Eskifjörð, hefði líklega dugað til að lyfta þeirra blóðþrýsting hættulega hátt.

Það hefur löngum loðað við þá sem gagnrýna hvað mest að þeir grípa bara á lofti allt sem hentar og skiptir þá engu máli hvað er. Íþróttahúsið er gott dæmi um þetta fyrst var það staðsetningin svo var það bara eitthvað annað þegar búið var að færa... Típískt!!!

kv

Eiður

Eiður Ragnarsson, 27.4.2006 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband